Fara í efni

Ásýnd og ímynd Húsavíkurhafnar

Málsnúmer 201406092

Vakta málsnúmer

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 42. fundur - 02.07.2014

Hjálmar Bogi leggur til að skipaður verði verkefnahópur um uppbyggingu, ásýnd og ímynd Húsavíkurhafnar með það að markmiði að gera hafnarsvæðið enn betra og skapa þannig heildarmynd um alla þá starfsemi sem þar fer fram.Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir að stofnaður verði samráðshópur um ásýnd og ímynd Húsavíkurhafnar og í honum verði boðið að sitja fulltrúum hagsmunaaðila og öðrum áhugasömum einstaklingum. Tillögur verði kynntar nefndinni þegar þær liggi fyrir. Varaformanni nefndarinnar falið að boða til fyrsta fundar og leiða starf hópsins.