Fara í efni

Dvalarheimli aldraðra, ósk um samþykki Norðurþings fyrir lántöku

Málsnúmer 201412025

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Norðurþings - 124. fundur - 08.12.2014

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá stjórn Dvalarheimilis aldraðra frá 18. nóvember s.l. þar sem fram kemur að stjórn félagsins ákvað að fjármagna yfirdrátt heimilisins með langtíma láni að upphæð 35 milljón króna. Er þessi yfirdráttur tilkominn vegna hallareksturs áranna 2009 og 2010 þegar heimilið veitti miklum fjölda einstaklinga hjúkrunarþjónustu í rýmum sem ætluð voru einstaklingum í dvalarrými. Ljóst er að það svigrúm sem hugsanlega fæst með fjölgun hjúkrunarrýma þarf að nýta til að koma rekstri heimilisins í lag og auka viðhald á húsnæði félagsins. Ólíklegt er að félagið verði rekið með þeim afgangi að það geti greitt niður yfirdrátt.
Þar sem félagið er sameignarfélag þarf samþykki hverrar sveitarstjórnar fyrir lántöku þessari.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að Dvalarheimili aldraðra verði veitt heimild til lántöku allt að 35 milljón króna til að greiða niður yfirdrátt félagsins.

Bæjarstjórn Norðurþings - 43. fundur - 15.12.2014

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 124. fundi bæjarráðs. Eftirfarandi er bókun bæjarráðs:

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá stjórn Dvalarheimilis aldraðra frá 18. nóvember s.l. þar sem fram kemur að stjórn félagsins ákvað að fjármagna yfirdrátt heimilisins með langtíma láni að upphæð 35 milljón króna. Er þessi yfirdráttur tilkominn vegna hallareksturs áranna 2009 og 2010 þegar heimilið veitti miklum fjölda einstaklinga hjúkrunarþjónustu í rýmum sem ætluð voru einstaklingum í dvalarrými. Ljóst er að það svigrúm sem hugsanlega fæst með fjölgun hjúkrunarrýma þarf að nýta til að koma rekstri heimilisins í lag og auka viðhald á húsnæði félagsins. Ólíklegt er að félagið verði rekið með þeim afgangi að það geti greitt niður yfirdrátt.
Þar sem félagið er sameignarfélag þarf samþykki hverrar sveitarstjórnar fyrir lántöku þessari.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að Dvalarheimili aldraðra verði veitt heimild til lántöku allt að 35 milljón króna til að greiða niður yfirdrátt félagsins.


Fyrirliggjandi erindi samþykkt með 8 atkvæðum. Soffía situr hjá við atkvæðagreiðsluna.