Fara í efni

Bæjarráð Norðurþings

124. fundur 08. desember 2014 kl. 16:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Óli Halldórsson formaður
  • Friðrik Sigurðsson varaformaður
  • Gunnlaugur Stefánsson aðalmaður
  • Jónas Hreiðar Einarsson áheyrnarfulltrúi
  • Guðbjartur Ellert Jónsson fjármálastjóri
  • Kristján Þór Magnússon bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðbjartur Ellert Jónsson Fjármálastjóri - og staðgengill bæjarstjóra
Dagskrá

1.822. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

Málsnúmer 201411110Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur til kynningar fundargerð 822. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2.Eyþing fundargerðir

Málsnúmer 201406064Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur til kynningar fundargerðir 259. fundar og 260. fundar stjórnar Eyþings.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

3.Fundargerðir stjórnar Dvalarheimilis aldraðra sf. 2014

Málsnúmer 201402080Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur til kynningar fundargerð 3. fundar stjórnar Dvalarheimilis aldraðra

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

4.Heilbrigðisnefnd Norðurlandssvæðis eystra, fundargerðir 2014

Málsnúmer 201403030Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur til kynningar fundargerð 166. fundar Heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis eystra ásamt fjárhagsáætlun ársins 2015 og kostnaðarskipting.

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi fjárhagsáætlun ársins 2015 og kostnaðarskiptingu.

5.Samband íslenskra sveitarfélaga, ýmis mál til kynningar

Málsnúmer 201402039Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur til kynningar erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga er varðar stefnumörkun Sambands íslenskra sveitarfélaga fyrir árin 2014 til 2018.

Lagt fram til kynningar.

6.Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, 55. mál til umsagnar

Málsnúmer 201411103Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur til umsagnar, frá Alsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, tillaga til þingsályktunar um kaup ríkisins á Grímsstöðum á Fjöllum, 55. mál.

Lagt fram til kynningar.

7.Atvinnuveganefnd Alþingis, 321. mál til umsagnar

Málsnúmer 201411056Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur til umsagnar, frá Atvinnuveganefnd Alþingis, tillaga til þingsályktunar um stefnu stjórnvalda um lagningu raflína, 321 mál.

Lagt fram til kynningar.

8.Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, 121. mál til umsagnar

Málsnúmer 201411100Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur til umsagnar, frá Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, tillaga til þingsályktunar um millilandaflug um Vestmannaeyjaflugvöll og Ísafjarðarflugvöll, 121. mál.

Lagt fram til kynningar.

9.Velferðarnefnd Alþingis, 258. mál til umsagnar

Málsnúmer 201412005Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur til umsagnar, frá Velferðarnefnd Alþingis, frumvarp til laga um 40 stunda vinnuviku ofl. (færsla frídaga að helgum), 258. mál.

Lagt fram til kynningar.

10.Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, 32. mál til umsagnar

Málsnúmer 201411090Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur til umsagnar, frá Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, tillaga til þingsályktunar um millilandaflug um Hornafjarðarflugvöll, 32. mál.

Lagt fram til kynningar.

11.Velferðarnefnd Alþingis, 211. mál til umsagnar

Málsnúmer 201412040Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur til umsagnar, frá Velferðarnefnd Alþingis, frumvarp til laga um húsaleigubætur (réttur námsmanna), 211. mál.

Lagt fram til kynningar.

12.Sýslumaðurinn á Húsavík, ósk um umsögn vegna leyfisveitingar til handa Ingu Sigurðardóttur, Kópaskeri

Málsnúmer 201410096Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur beiðni Sýslumannsins á Húsavík um umsögn vegna leyfisveitingar til handa Ingu Sigurðardóttur, f.h. Skerjakollu ehf., kt. 560614-0470 vegna rekstrarleyfis til sölu áfengis og veitingu veitinga í veitinga- og verslunarhúsnæði að Bakkagötu 10 á Kópaskeri.

Bæjarráð veitir jákvæða umsögn að því tilskyldu að aðrir aðilar sem um leyfið fjalla geri slíkt hið sama.

13.Dvalarheimli aldraðra, ósk um samþykki Norðurþings fyrir lántöku

Málsnúmer 201412025Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá stjórn Dvalarheimilis aldraðra frá 18. nóvember s.l. þar sem fram kemur að stjórn félagsins ákvað að fjármagna yfirdrátt heimilisins með langtíma láni að upphæð 35 milljón króna. Er þessi yfirdráttur tilkominn vegna hallareksturs áranna 2009 og 2010 þegar heimilið veitti miklum fjölda einstaklinga hjúkrunarþjónustu í rýmum sem ætluð voru einstaklingum í dvalarrými. Ljóst er að það svigrúm sem hugsanlega fæst með fjölgun hjúkrunarrýma þarf að nýta til að koma rekstri heimilisins í lag og auka viðhald á húsnæði félagsins. Ólíklegt er að félagið verði rekið með þeim afgangi að það geti greitt niður yfirdrátt.
Þar sem félagið er sameignarfélag þarf samþykki hverrar sveitarstjórnar fyrir lántöku þessari.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að Dvalarheimili aldraðra verði veitt heimild til lántöku allt að 35 milljón króna til að greiða niður yfirdrátt félagsins.

14.Engin fjárframlög til Húsavíkurflugvallar

Málsnúmer 201412041Vakta málsnúmer

Bæjarráð harmar að ríkisvaldið gerir ekki ráð fyrir framlagi í fjárlögum vegna viðhalds og endurnýjunar búnaðar Húsavíkurflugvallar í Aðaldal á árinu 2015. Nauðsynlegt er að endurnýja aðflugsvita, flugbrautarljós og svo er komið viðhald á sjálfa flugbrautina. Viðhald búnaðar vallarins er til að tryggja öryggi farþega sem um völlin fara.

Bæjarráð Norðurþings hvetur ríkisvaldið til að bæta úr þessu áður en vinnu við fjárlög næsta árs verður lokið.

15.Greið leið ehf., hlutafjáraukning

Málsnúmer 201412035Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá stjórn Greiðra leiðar ehf. þar sem óskað er eftir því að eigendur félagsins nýti sér forkaupsrétt sinn að 39 milljón króna hlutafjáraukningu í samræmi við eignarhlut sinn í félaginu. Jafnframt er óskað eftir svari um nýtingu forkaupsréttar á hlut að 1 mkr.
Norðurþing á 2,73% í félaginu og leggst hlutafjáraukning út á 1.065.299.- krónur.

Bæjarráð samþykkir að falla frá forkaupsrétti sínum á 1 m.kr.

Jafnframt samþykkir bæjarráð að nýta forkaupsrétt sinn á 39 mkr. hlutafjáraukningu í samræmi við eignarhlut sinn sem er 2,73% eða 1.065.299.- krónur.

16.Samkomulag vegna athugasemda frá Umhverfisstofnun varðandi urðaðan úrgang

Málsnúmer 201412002Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur samkomulag sem er viðhengi við samkomulag um útgöngu eigenda í Sorpasamlagi Þingeyinga ehf., sem tekið verður til umfjöllunar og afgreiðslu í næsta dagskrárlið.
Samkomulag þetta nær utan um urðun úrgangs sem fallið hefur frá Sorpsamlagi Þingeyinga ehf og Umhverfisstofnun hefur gert og kann að gera athugasemdir við og krefjast úrbóta á og aðrar kvaðir sem kunna að falla á félagið og rekja má til atburða sem átt hafa sér stað fyrir undirritun þessa samkomulags.
Aðilar eru sammála um að bregðast við athugasemdum Umhverfisstofnunar og haga málum í náinni samvinnu við Umhverfisstofnun þannig að sem minnst hætta verði af umhverfisspjöllum af hinum urðaða úrgangi og að farið verði í þær framkvæmdir sem þurfa þykir til að ná því markmiði. Þar með talið að fjarlægja úrgang og eyða honum, bora sýnitökubrunna og vakta.
Aðilar eru sammála um að sá kostnaður sem hlýst af því að koma málum í það horf sem Umhverfisstofnun sættir sig við skuli skiptast á milli aðila í samræmi við framanskráðan núverandi eignarhluta hvers og eins í Sorpsamlagi Þingeyinga ehf.
Aðilar eru auk þess sammála um að allur annar kostnaður sem hugsanlega kann að falla á félagið og rekja má til atburða fyrir gerð þessa samkomulags, s.s. vegna bótakrafna ofl. sem ekki fást bættar úr gildandi vátryggingum félagsins eða á annan hátt, skuli skiptast á milli aðila í samræmi við framanskráðan núverandi eignarhluta hvers og eins í Sorpsamlagi Þingeyinga ehf.
Aðilar eru sammála um að ábyrgð þeirra á kostnaði sem til fellur vegna ofangreindra kvaða haldist þrátt fyrir að breyting kunni að verða á eignarhaldi Sorpsamlags Þingeyinga ehf., s.s. við úrsögn einhverra úr félaginu eða jafnvel hugsanlegs slits þess.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja fyrirliggjandi samkomulag.

17.Sorpsamlag Þingeyinga, samkomulag um útgöngu og uppkaup Norðurþings á hlutafé félagsins

Málsnúmer 201411116Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur samkomulag um útgöngu eigenda í Sorpsamlagi Þingeyinga ehf. Samkomulagið felur í sér að Norðurþing, einn aðaleigandi félagsins með um 65,90% hlutafé mun nýta sér forkaupsrétt sinn á öllum hlutum annara aðila og kaupir því út Þingeyjarsveit eiganda að 21,54%, Skútustaðahrepp eiganda að 11,08% og Tjörneshrepp eiganda að 1,48% hlutfjársins.
Aðilar eru sammála um að innborganir þeirra til Sorpsamlags Þingeyinga ehf., í byrjun október s.l. vegna uppgjörs Sorpsamlagsins við Lánasjóð sveitarfélaga, samtals að fjárhæð kr. 301.500.000.- séu hlutafjáraukning og skiptist niður samkvæmt eignahlut eigenda.
Aðilar hafa gert sérstakt samkomulag um sameiginlega ábyrgð þeirra á kostnaði sem kann að falla á Sorpsamlag Þingeyinga ehf., og rekja má til atburða fyrir gerð þess. Aðilar eru sammála um verðmat félagsins, byggt á upplausnarvirði þess miðað við mánaðarmótin september/október 2014, sem jafnframt myndar kaupverð Norðurþings á hlutum annarra aðila samkomulagsins.
Hrein eign er kr. 31.648.161.- og eru aðilar sammála um að kaupverð Norðurþings verði samtals kr. 10.829.880.- sem greinist þannig á seljendur hlutanna:

Þingeyjarsveit kr. 6.804.815.-
Skútustaðahreppur kr. 3.501.429.-
Tjörneshreppur kr. 523.636.-

Samkomulag þetta er með fyrirvara um samþykki allra sveitarstjórna viðkomandi sveitarfélaga.


Bæjarráð leggur til að fyrirliggjandi samkomulag verði samþykkt í bæjarstjórn.

18.Umsókn um styrk vegna eldvarnarátaks 2014

Málsnúmer 201412038Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur beiðni frá Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna um styrk vegna Eldvarnarátaksins 2014. LSS hefur um árabil staðið straum af kostnaði vegna eldvarnarfræðslu til grunnskólabarna og fjölskyldna þeirra. Meginverkefni LSS á sviði er hið árlega Eldvarnarátak sem að þessu sinni fór fram 21 - 28 nóvember s.l.
Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn heimsóttu nemendur í þriðja bekk grunnskóla um allt land, ræddu við þá um eldvarnir og afhentu þeim og fjölskyldum þeirra vandað fræðsluefni um eldvarnir.
Óskað er eftir því að sveitarfélagið leggi Eldavarnarátakinu lið með fjárframlagi.

Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.

19.Vinnumálastofnun segir upp þjónustusamningi og óskar eftir aðstöðu hjá sveitarfélaginu án endurgjalds

Málsnúmer 201411102Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Vinnumálastofnun þar sem óskað er eftir því að sveitarfélagið Norðurþing leggi til viðtalsaðstöðu fyrir stofnunina.

Bæjarráð hefur móttekið bréf Vinnumálsstofnunar dags. 21. nóvember þar sem staðhæft er að ekki sé lengur þörf á sérstakri skráningarskrifstofu á Húsavík fyrir atvinnuleitendur, en stofnunin lokaði þjónustuskrifstofu sinni á Húsavík nýverið. Ennfremur er í bréfinu leitað til sveitarfélagsins eftir ”þokkalegri aðstöðu“ til viðtala sem fram fari ”endrum og sinnum“. Jafnframt er farið fram á að sveitarfélagið Norðurþing leggi húsnæði til þessasrar starfsemi stofnunarinnar án endurgjalds.
Bæjarráð hafnar þessari beiðni. Lögð er rík áhersla á að Vinnumálastofnun sinni lögbundnum skyldum sínum sómasamlega fyrir íbúa sveitarfélagsins og með fyllilega sambærilegum hætti og í öðrum áþekkum þéttbýlisstöðum í byggðum landsins. Vísað er til bókunar bæjarráðs frá 4. sept. sl.: ”Sveitarfélagið Norðurþing harmar mjög ákvörðun Vinnumálastofnunar (VMST) er varðar niðurskurð á starfsemi stofnunarinnar á Húsavík. Jafnframt er harmað að VMST hafi ekki haft samráð eða samskipti um málið áður en þessi ákvörðun var tekin. Ekki er með nokkru móti hægt að sjá að þessi aðgerð samræmist stefnu stjórnvalda í því að fjölga opinberum störfum í landsbyggðunum. Bæjarráð Norðurþings hvetur VMST til að draga þessa ákvörðun til baka og aukinheldur efla starfsstöð sína í Þingeyjarsýslum með því að hafa starfsmann í 100% stöðu á Húsavík til að sinna héraðinu öllu.“

20.Fjárhagsáætlun 2015 - 3ja ára áætlun (2016-2018)

Málsnúmer 201410117Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði er til umfjöllunar, milli umræðna, fjárhagsáætlun ársins 2015 og 3ja ára fjárhagsáætlun (2016 -2018).

Tillaga að breyttum fjárhagsrömmum fyrir árið 2015 til málaflokka er eftirfarandi:

Félagsþjónusta, málaflokkur 02, fái 7 mkr. til viðbótar við sinn ramma að frádregnu framlagi til DA.
Fræðslu- og menningarmál, málaflokkur 04 og 05, fái 3,5 mkr. þar af fari 2 mkr. í fræðslumál og 1,5 mkr. til menningarmála.
Tómstunda- og æskulýðsmál, málaflokkur 06, fái 6 mkr. til viðbótar við sinn ramma.
Brunamál og almannavarnir, málaflokkur 07, fái 3 mkr. til viðbótar við sinn ramma.

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögur og felur bæjarstjóra og fjármálastjóra að vinna tillögurnar inn í fjárhagsáætlun ársins 2015 og leggja fyrir fund bæjarráðs að nýju.

21.Álagning gjalda 2015

Málsnúmer 201411066Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur til umfjöllunar álagning gjalda fyrir árið 2015.

Álagning verður lögð fram til afgreiðslu á næsta fundi bæjarráðs.

Fundi slitið.