Fara í efni

Norðurhjaraverkefnið

Málsnúmer 201412052

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Norðurþings - 125. fundur - 11.12.2014

Gunnar Jóhannsson, formaður stjórnar Norðurhjara kom og kynnti starfsemi og áætlanir samtakanna. Fram kom í kynningunni að óskað er eftir stuðningi sveitarfélaganna á starfssvæðinu.

Bæjarráð þakkar Gunnari fyrir góða kynningu. Bæjarráð felur fjármálastjóra að taka saman upplýsingar um heildarframlög sveitarfélagsins til ferðamála og leggja fyrir bæjarráð að nýju.

Bæjarráð Norðurþings - 133. fundur - 05.03.2015

Fyrir bæjarráði liggur erindi sem tekið var fyrir á 125. fundi bæjarráðs þar sem verkefni og starfsemi Norðurhjara var kynnt. Í afgreiðslu bæjarráðs var fjármálastjóra falið að taka saman upplýsingar um heildarframlög sveitarfélagsins til ferðamála og leggja fyrir bæjarráð að nýju. Meðfylgjandi erindinu liggja upplýsingar um ýmsar styrkveitingar og rekstrarframlög til félagasamtaka og stofnana fyrir árið 2014. Sveitarfélagið er m.a. að styrkja Markaðsskrifstofu Norðurlands, Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga og Húsavíkurstofu. En heildar styrkir og framlög fyrir árið 2014 nam um 13 mkr. Norðurhjari fékk ekki styrk eða rekstrarframlag á árinu 2014.
Bæjarráð telur þarft að skerpa framtíðarsýn sveitarfélagins varðandi þátttöku þess í markaðs- og þróunarmálum svæðisins. Bæjarstjóra er falið að boða fund Norðurþings með forsvarsfólki Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga, Norðurhjara, Húsavíkurstofu og eftir atvikum fleiri aðilum sem koma að þessum málum. Afgreiðsla erindis Norðurhjara er frestað.

Bæjarráð Norðurþings - 135. fundur - 26.03.2015

Fyrir bæjarráði liggur erindi sem tekið var fyrir á 125. fundi bæjarráðs þar sem verkefni og starfsemi Norðurhjara var kynnt. Í afgreiðslu bæjarráðs var fjármálastjóra falið að taka saman upplýsingar um heildarframlög sveitarfélagsins til ferðamála og leggja fyrir bæjarráð að nýju.

Á 133. fundi bæjarráðs voru lagrðar fram ofangreindar upplýsingar. En heildar styrkir og framlög fyrir árið 2014 námu um 13 mkr. Norðurhjari fékk ekki styrk eða rekstrarframlag á árinu 2014.

Bæjarráð telur þarft að skerpa framtíðarsýn sveitarfélagins varðandi þátttöku þess í markaðs- og þróunarmálum svæðisins. Bæjarstjóra er falið að boða fund Norðurþings með forsvarsfólki Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga, Norðurhjara, Húsavíkurstofu og eftir atvikum fleiri aðilum sem koma að þessum málum. Afgreiðsla erindis Norðurhjara er frestað.
Bæjarráð samþykkir framlagða styrkbeiðni að upphæð 1,5 mkr fyrir árið 2015.