Fara í efni

Bæjarráð Norðurþings

133. fundur 05. mars 2015 kl. 16:00 - 18:40 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Óli Halldórsson formaður
  • Friðrik Sigurðsson varaformaður
  • Gunnlaugur Stefánsson aðalmaður
  • Jónas Hreiðar Einarsson áheyrnarfulltrúi
  • Kristján Þór Magnússon bæjarstjóri
Starfsmenn
  • Guðbjartur Ellert Jónsson fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Kristján Þór Magnússon Bæjarstjóri
Dagskrá

1.Framkvæmdir á Bakka, framkvæmdir á og við lóð PCC og vinnubúða

Málsnúmer 201502062Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur annars vegar minnisblað þar sem fram koma upplýsingar um stöðu á útboðum vegna ganga- og vegagerðar vegna Bakka og hins vegar erindi frá Siglingasviði Vegagerðarinnar þar sem sveitarfélaginu er boðin aðkoma að útboði á stálþili vegna lengingar á Bökugarði.
Í ljósi framgangs Bakkaverkefnisins telur bæjarráð Norðurþings brýnt að Vegagerðin fái heimild nú þegar til þess að bjóða út vega- og gangagerð í tengslum við verkefnið. Bæjarstjóra er falið að koma formlegu erindi þess efnis á framfæri við stjórnvöld.

2.Vindorka í Norðurþingi

Málsnúmer 201503005Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá EAB, New Energy Europe, en félagið hefur áhuga á samstarfi við sveitarfélagið um uppsetningu á vindorkugarði í nágrenni Húsavíkur. Meðfylgjandi erindinu er viljayfirlýsing (e: Memorandum of Understanging) þar sem fram koma þau atriði sem aðilar eru sammála um að vinna að. Með vilayfirlýsingunni er samstarfið komið í formlegri farveg og hægt að stíga næstu skref sem eru að tryggja land undir vindmyllugarðinn og koma upp mælingamöstrum til frekari rannsókna á vindskilyrðum á svæðinu.
Bæjarráð tekur jákvætt í frekari viðræður við fyrirtækið um mögulegan framgang verkefnisins. Bæjarstjóra er falið að afla ítarlegri upplýsinga um verkefnið og boða EAB, New Energy Europe, til næsta fundar.

3.Færsla þjónustustöðvar Norðurþings á Húsavík

Málsnúmer 201502045Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði er til umfjöllunar færsla Þjónustustöðvar Norðurþings frá Höfða 9 á Húsavík og í húsnæði Sorpsamlags Þingeyinga ehf., í Víðimóum.
Bæjarstjóri kynnti stöðu málsins.

4.Fundur sveitarstjórna og svæðisráðs Norðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs

Málsnúmer 201503002Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur fundarboð svæðisráðs Norðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs en eins og fram kemur í fundarboðinu þá eru sveitarstjórnum á starfssvæði Norðursvæðis boðið til fundar um ýmis sameiginleg hagsmunamál Þjóðgarðsins og sveitarfélaganna.
Fundurinn verður haldinn í sal Framsýnar, Garðarsbraut 26 á Húsavík sama dag og ársfundur Norðursvæðis fer fram.

5.Ósk um stuðning við flugklasaverkefnið Air 66N

Málsnúmer 201503004Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur styrkbeiðni frá flugklasaverkefninu Air 66N sem rekið er af Markaðsskrifstofu Norðurlands.
Eins og fram kemur í erindinu þá er óskað eftir beinu fjárframlagi til verkefnisins sem nemur 300 krónum á hvern íbúa á ári í 3 ár. Þessir fjármunir verði nýttir til þeirra verkefna sem framundan eru hjá Flugklasanum Air 66N og lýst er í yfirliti sem fylgir erindinu.
Sveitarfélagið Norðurþing setur nú þegar umtalsverða fjármuni í atvinnu- og þróunarmál á svæðinu og telur sér í því ljósi ekki fært að styrkja verkefnið Air 66N sérstaklega.

6.Norðurhjaraverkefnið

Málsnúmer 201412052Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur erindi sem tekið var fyrir á 125. fundi bæjarráðs þar sem verkefni og starfsemi Norðurhjara var kynnt. Í afgreiðslu bæjarráðs var fjármálastjóra falið að taka saman upplýsingar um heildarframlög sveitarfélagsins til ferðamála og leggja fyrir bæjarráð að nýju. Meðfylgjandi erindinu liggja upplýsingar um ýmsar styrkveitingar og rekstrarframlög til félagasamtaka og stofnana fyrir árið 2014. Sveitarfélagið er m.a. að styrkja Markaðsskrifstofu Norðurlands, Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga og Húsavíkurstofu. En heildar styrkir og framlög fyrir árið 2014 nam um 13 mkr. Norðurhjari fékk ekki styrk eða rekstrarframlag á árinu 2014.
Bæjarráð telur þarft að skerpa framtíðarsýn sveitarfélagins varðandi þátttöku þess í markaðs- og þróunarmálum svæðisins. Bæjarstjóra er falið að boða fund Norðurþings með forsvarsfólki Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga, Norðurhjara, Húsavíkurstofu og eftir atvikum fleiri aðilum sem koma að þessum málum. Afgreiðsla erindis Norðurhjara er frestað.

7.Velferðarnefnd Alþingis 338. mál til umsagnar

Málsnúmer 201502110Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur beiðni um umsögn frá Velferðarnefnd Alþingis um tillögu til þingsályktunar um seinkun klukkunar og bjartari morgna, 338. mál.

8.Fundagerðir stjórnar Dvalarheimilis aldraðra ásamt áætlun 2014

Málsnúmer 201503008Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggja 4. og 5. fundargerð stjórnar Dvalarheimili aldraðra, DA ásamt uppfærðri fjárahagsáætlun ársins 2014 sem er grunnur fjárframlaga eigenda fyrir rekstarárið 2015.
Fram kemur í 4. fundargerð stjórnar, dagskrárlið 5., að formanni stjórnar og varaformanni er falið að hefja könnunarviðræður við ríkisvaldið um mögulega yfirtöku ríkisins á rekstri hjúkrunar- og dvalarrýma frá og með næstkomandi áramótum.
Í fjárhagsáætlun fyrir rekstrarárið 2015 kemur fram að heildarframlög eigenda eru áætluð um 28,5 mkr. og þar af er hlutur Norðurþings 21,5 mkr.
Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins og óskar eftir að framkvæmdastjóri Hvamms komi á fund ráðsins og geri ítarlegri grein fyrir stöðunni.

9.Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis, 34. mál til umsagnar

Málsnúmer 201503015Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur til umsagnar frá Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis, tillaga til þingsályktunar um mat á heildarhagsmunum vegna hvalveiða, 34. mál.
Bæjarráð tekur undir mikilvægi þess að fram fari óháð mat á hagsmunum Íslands vegna hvalveiða í íslenskri lögsögu líkt og framlögð þingsályktunartillaga gerir ráð fyrir.

Fundi slitið - kl. 18:40.