Fara í efni

Fundagerðir stjórnar Dvalarheimilis aldraðra ásamt áætlun 2014

Málsnúmer 201503008

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Norðurþings - 133. fundur - 05.03.2015

Fyrir bæjarráði liggja 4. og 5. fundargerð stjórnar Dvalarheimili aldraðra, DA ásamt uppfærðri fjárahagsáætlun ársins 2014 sem er grunnur fjárframlaga eigenda fyrir rekstarárið 2015.
Fram kemur í 4. fundargerð stjórnar, dagskrárlið 5., að formanni stjórnar og varaformanni er falið að hefja könnunarviðræður við ríkisvaldið um mögulega yfirtöku ríkisins á rekstri hjúkrunar- og dvalarrýma frá og með næstkomandi áramótum.
Í fjárhagsáætlun fyrir rekstrarárið 2015 kemur fram að heildarframlög eigenda eru áætluð um 28,5 mkr. og þar af er hlutur Norðurþings 21,5 mkr.
Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins og óskar eftir að framkvæmdastjóri Hvamms komi á fund ráðsins og geri ítarlegri grein fyrir stöðunni.

Bæjarráð Norðurþings - 134. fundur - 12.03.2015

Fyrir bæjarráði liggja fundargerðir 4. og 5. fundar stjórnar Dvalarheimilis aldraðra ásamt fjárhagsáætlun ársins 2015. Erindið var tekið fyrir á síðasta fundi bæjarráðs en frestað. Jafnframt var óskað eftir að framkvæmdastjóri Hvamms mætti á fund bæjarráðs til að fara yfir og kynna málefni dvalarheimilisins.
Á fund bæjarráðs mætti framkvæmdastjóri DA, Jón Helgi Björnsson og fór yfir og kynnti rekstur og starfsemi DA.

Bæjarráð frestar afgreiðslu erindisins til næsta fundar.

Bæjarráð Norðurþings - 135. fundur - 26.03.2015

Fyrir bæjarráði liggja fundargerðir 4. og 5. fundar stjórnar Dvalarheimilis aldraðra ásamt fjárhagsáætlun ársins 2015. Erindið var tekið fyrir á þar síðasta fundi bæjarráðs en frestað. Jafnframt var óskað eftir að framkvæmdastjóri Hvamms mætti á fund bæjarráðs til að fara yfir og kynna málefni dvalarheimilisins. Á síðasta fund bæjarráðs mætti framkvæmdastjóri DA, Jón Helgi Björnsson og fór yfir og kynnti rekstur og starfsemi DA.
Erindinu frestað til næsta fundar.

Bæjarráð Norðurþings - 140. fundur - 21.05.2015

Fyrir bæjarráði liggja til kynningar fundargerðir stjórnar Dvalaheimilis aldraðra Hvammi frá 23. mars og 29. apríl.
Lagt fram