Fara í efni

Bæjarráð Norðurþings

134. fundur 12. mars 2015 kl. 16:00 - 18:50 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Óli Halldórsson formaður
  • Friðrik Sigurðsson varaformaður
  • Gunnlaugur Stefánsson aðalmaður
  • Jónas Hreiðar Einarsson áheyrnarfulltrúi
  • Kristján Þór Magnússon bæjarstjóri
  • Guðbjartur Ellert Jónsson fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Guðbjartur Ellert Jónsson Fjármálastjóri - og staðgengill bæjastjóra
Dagskrá

1.Fulltrúar frá Isavia koma á fund bæjarráðs til að ræða málefni Húsavíkurflugvallar

Málsnúmer 201503013Vakta málsnúmer

Á fund bæjarráðs mættu fulltrúar Isavia, Hjördís Þórhallsdóttir og Þorlákur Helgason til að fara yfir og ræða málefni Húsavíkurflugvallar.

2.Fundagerðir stjórnar Dvalarheimilis aldraðra ásamt áætlun 2014

Málsnúmer 201503008Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggja fundargerðir 4. og 5. fundar stjórnar Dvalarheimilis aldraðra ásamt fjárhagsáætlun ársins 2015. Erindið var tekið fyrir á síðasta fundi bæjarráðs en frestað. Jafnframt var óskað eftir að framkvæmdastjóri Hvamms mætti á fund bæjarráðs til að fara yfir og kynna málefni dvalarheimilisins.
Á fund bæjarráðs mætti framkvæmdastjóri DA, Jón Helgi Björnsson og fór yfir og kynnti rekstur og starfsemi DA.

Bæjarráð frestar afgreiðslu erindisins til næsta fundar.

3.Guðmundur Þórarinsson, Vogum, Jón Ingimundarson, Núpi, Rúnar Óskarsson, Reykjahverfi og Stefán Haukur Grímsson, Kópaskeri gera athugasemdir við útboð og afgreiðslu tilboða í skólaakstur 2013 til 2017

Málsnúmer 201503017Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Guðmundi Þórarinssyni, Jóni Ingimundarsyni, Rúnari Óskarssyni og Stefáni H. Grímssyni þar sem athugasemdum við útboð og afgreiðslu sveitarfélagsins á tilboði í skólaakstur 2013 - 2017 er komið á framfæri. Fram kemur í erindinu að bréfritarar gera eftirfarndi kröfu til sveitarfélagsins.
1. Að undirritaðir fái skriflega afsökunarbeiðni frá sveitarfélaginu þar sem fram kemur að brotið hafi veri á þeim sem bjóðendum og þeim mismunað. Þetta verði birt opinberlega.
2. Að undirritaðir fái greiðslu frá sveitarfélaginu á öllum þeim kostnaði sem varðar mál þetta skv. reikningum, ásamt kostnaði við að undirbúa tilboð og taka þátt í útboði skv. 101 gr. laga um opinber útboð nr. 84/2007.
Þar sem kaupandi er skaðabótaskyldur vegna þess tjóns sem brot á lögum þessum, þar á meðal þeim ákvæðum tilskipunarinnar sem vísað er til í lögunum og reglum settum samkvæmt þeim hefur í för með sér fyrir fyrirtæki. Fyrirtæki þarf einungis að sanna að það hafi átt raunhæfa möguleika á að verða valið af kaupanda og möguleikar þess hafi skerst við brotið. Bótafjárhæð skal miðast við kostnað við að undirbúa tilboð og taka þátt í útboði og þá eftirmála sem því hafa fylgt (að lágmarki 4 x 150.000).

Undir þetta rita:
Guðmundur Þórarinsson, Vogum
Jón Ingimundarson, Núpi,
Rúnar Óskarsson, Reykjahverfi
Stefán Haukur Grímsson, Kópaskeri.
Bæjarráð felur bæjarstjóra og lögfræðingi sveitarfélagsins að svara erindinu.

4.Félag eldri borgara í Öxarfjarðarhéraði, umsókn um styrk

Málsnúmer 201503025Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur styrkbeiðni frá Félagi eldri borgara í Öxarfirði. Meðfylgjandi beiðninni er ítarleg ársskýrsla félagsins fyrir starfsárið 2014.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi styrkbeiðni félagsins og verður hún með sama hætti og undanfarin ár.

5.826. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

Málsnúmer 201503029Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur til kynningar 826. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

6.Fundur sveitarstjórna og svæðisráðs Norðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs

Málsnúmer 201503002Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur til kynningar fundur svæðisráðs Norðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs sem fram fór 9. mars s.l. í sal Framsýnar.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

7.Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, 504. mál til umsagnar

Málsnúmer 201502096Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggja til umfjöllunar umsagnir stjórnar Eyþings og stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna frumvarps til laga frá Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, 504. mál.
Lagt fram til kynningar.

8.GÁF ehf. aukning hlutafjár og uppgjör á félaginu

Málsnúmer 201503053Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur tillaga um að Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga og Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar eignist félagið Gáf ehf., til helminga hvort eftir uppgjör á skuldum félagsins.
Eftirfarandi bókun er lögð fram:

Við undirritaðir fögnum vilja einkaaðila til að fjárfesta í ferðaþjónustu í Norðurþingi, íslenskum og erlendum, en teljum ekki æskilegt að sveitarfélög hafi milligöngu um svo kostnaðarsöm jarðarkaup sem áform GáF gerðu ráð fyrir. Í því ljósi er rétt að slíta félaginu, en óhjákvæmilegt að taka þátt í hlutdeild við þann kostnað sem stofnað hefur verið til fram til þessa.

Friðrik Sigurðsson - sign
Óli Halldórsson - sign.

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi uppgjör sem kynnt hafa verið. Jafnframt er bæjarstjóra veitt umboð til að ganga frá málinu f.h. Norðurþings.

Fundi slitið - kl. 18:50.