Fara í efni

Guðmundur Þórarinsson, Vogum, Jón Ingimundarson, Núpi, Rúnar Óskarsson, Reykjahverfi og Stefán Haukur Grímsson, Kópaskeri gera athugasemdir við útboð og afgreiðslu tilboða í skólaakstur 2013 til 2017

Málsnúmer 201503017

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Norðurþings - 134. fundur - 12.03.2015

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Guðmundi Þórarinssyni, Jóni Ingimundarsyni, Rúnari Óskarssyni og Stefáni H. Grímssyni þar sem athugasemdum við útboð og afgreiðslu sveitarfélagsins á tilboði í skólaakstur 2013 - 2017 er komið á framfæri. Fram kemur í erindinu að bréfritarar gera eftirfarndi kröfu til sveitarfélagsins.
1. Að undirritaðir fái skriflega afsökunarbeiðni frá sveitarfélaginu þar sem fram kemur að brotið hafi veri á þeim sem bjóðendum og þeim mismunað. Þetta verði birt opinberlega.
2. Að undirritaðir fái greiðslu frá sveitarfélaginu á öllum þeim kostnaði sem varðar mál þetta skv. reikningum, ásamt kostnaði við að undirbúa tilboð og taka þátt í útboði skv. 101 gr. laga um opinber útboð nr. 84/2007.
Þar sem kaupandi er skaðabótaskyldur vegna þess tjóns sem brot á lögum þessum, þar á meðal þeim ákvæðum tilskipunarinnar sem vísað er til í lögunum og reglum settum samkvæmt þeim hefur í för með sér fyrir fyrirtæki. Fyrirtæki þarf einungis að sanna að það hafi átt raunhæfa möguleika á að verða valið af kaupanda og möguleikar þess hafi skerst við brotið. Bótafjárhæð skal miðast við kostnað við að undirbúa tilboð og taka þátt í útboði og þá eftirmála sem því hafa fylgt (að lágmarki 4 x 150.000).

Undir þetta rita:
Guðmundur Þórarinsson, Vogum
Jón Ingimundarson, Núpi,
Rúnar Óskarsson, Reykjahverfi
Stefán Haukur Grímsson, Kópaskeri.
Bæjarráð felur bæjarstjóra og lögfræðingi sveitarfélagsins að svara erindinu.