Fara í efni

GÁF ehf. aukning hlutafjár og uppgjör á félaginu

Málsnúmer 201503053

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Norðurþings - 134. fundur - 12.03.2015

Fyrir bæjarráði liggur tillaga um að Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga og Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar eignist félagið Gáf ehf., til helminga hvort eftir uppgjör á skuldum félagsins.
Eftirfarandi bókun er lögð fram:

Við undirritaðir fögnum vilja einkaaðila til að fjárfesta í ferðaþjónustu í Norðurþingi, íslenskum og erlendum, en teljum ekki æskilegt að sveitarfélög hafi milligöngu um svo kostnaðarsöm jarðarkaup sem áform GáF gerðu ráð fyrir. Í því ljósi er rétt að slíta félaginu, en óhjákvæmilegt að taka þátt í hlutdeild við þann kostnað sem stofnað hefur verið til fram til þessa.

Friðrik Sigurðsson - sign
Óli Halldórsson - sign.

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi uppgjör sem kynnt hafa verið. Jafnframt er bæjarstjóra veitt umboð til að ganga frá málinu f.h. Norðurþings.