Fara í efni

Útgarður 4, verðmat á íbúðum

Málsnúmer 201503068

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Norðurþings - 135. fundur - 26.03.2015

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Leigufélagi Hvamms ehf. þar sem þess er óskað að eigendur félagsins lýsi því yfir skriflega að þeir muni styðja við félagið a.m.k. út yfirstandandi rekstrarár og þar með leggja
grunn að forsendum reikningskila félagsins sem miðast við áframhaldandi rekstur.
Viðvarandi taprekstur hefur verið hjá Leigufélaginu Hvammi á liðnum árum og miðað við fjárhagsáætlun félagsins fyrir árið 2015 verðu áfram tap á rekstri þess. Samkvæmt fyrirliggjandi ársreikningi fyrir árið 2014 kemur fram í efnahagsreikningi félagsins að eigið fé félagsins er neikvætt um 22% auk þess sem veltufjárhlutfall félagsins í árslok er einungis 0,03. Félagið reiðir sig því á stuðning frá eigendum sínum til að tryggja áframhaldandi rekstrarhæfi félagsins a.m.k. út yfirstandandi rekstrarár (2015).

Bæjarráð getur ekki fallist á að styðja félagið fjárhagslega á þessum tímapunkti og felur bæjarstjóra og fjármálastjóra að fara yfir fjárhagsstöðu félagsins og koma með tillögu að úrbótum og leggja fyrir bæjarráð að nýju.

Bæjarráð Norðurþings - 136. fundur - 10.04.2015

Fyrir bæjarráði liggur úttekt fjármálastjóra á Leigufélaginu Hvammi ehf. í árslok 2014
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti að tryggja rekstur Leigufélags Hvamms ehf. út árið 2015, enda verði yfirdráttur félagsins að fullu nýttur til þess.