Fara í efni

Bæjarráð Norðurþings

136. fundur 10. apríl 2015 kl. 15:00 - 18:30 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Óli Halldórsson formaður
  • Friðrik Sigurðsson varaformaður
  • Gunnlaugur Stefánsson aðalmaður
  • Jónas Hreiðar Einarsson áheyrnarfulltrúi
  • Kristján Þór Magnússon bæjarstjóri
  • Gunnlaugur Aðalbjarnarson fjármálastjóri
Starfsmenn
  • Guðbjartur Ellert Jónsson
Fundargerð ritaði: Gunnlaugur Aðalbjarnarson Fjármálastjóri - staðgengill bæjarstjóra
Dagskrá

1.Fulltrúar RARIK koma á fund bæjarráðs

Málsnúmer 201503095Vakta málsnúmer

Á fund bæjarráðs mættu fulltrúar RARIK Steingrímur Jónsson og Guðgeir Guðmundsson. Farið var yfir starfsemi RARIK í sveitarfélaginu og framkvæmdir á næstu misserum. Bæjarráð þakkar þeim fyrir komuna og greinargóðar upplýsingar.

2.Færsla þjónustustöðvar Norðurþings á Húsavík

Málsnúmer 201502045Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráð mættu Tryggvi Jóhannsson og Sveinn Hreinsson og fóru yfir hugmyndir að bráðabirgðalausn á færslu þjónustumiðstöðvar Norðurþings á Húsavík og viðruðu hugmyndir að framtíðarlausn fyrir þjónustumiðstöðina.

3.Viðhaldsdýpkun í Kópaskershöfn

Málsnúmer 201406094Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráð mætti Tryggvi Jóhannsson, hafnarsstjóri Norðurþings, og fór yfir málefni Kópaskershafnar og alvarlega fjárhagsstöðu hafnarsjóðs. Erindið verður tekið fyrir á fundi framkvæmda- og hafnarnefndar.

4.Málefni PCC

Málsnúmer 201501017Vakta málsnúmer

Á fund bæjarráðs mætti Snæbjörn Sigurðarson og í síma Garðar Garðarson hrl., c/o Landslög slf. til að kynna stöðu samninga við PCC BakkiSilicon hf.

5.827. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

Málsnúmer 201504003Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur til kynningar 827 fundur stjórnar Sambands íslenska sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar

6.Aðalfundur Skúlagarðs fasteignafélags ehf. 2015

Málsnúmer 201503111Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur fundarboð á aðalfund Skúlagarðs- fasteignafélags ehf. sem fram fer í Skúlagarði miðvikudaginn 14. apríl nk. kl. 17:00
Bæjarráð samþykkir að Friðrik Sigurðsson mæti sem fulltrúi Norðurþings á fundinn.

7.Ársfundur Stapa lífeyrissjóðs 2015

Málsnúmer 201503112Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur fundarboð á ársfund Stapa lífeyrissjóðs sem fram fer í Hofi á Akureyri miðvikudaginn 29. apríl nk. kl. 14:00
Bæjarráð samþykkir að Olga Gísladóttir verði fulltrúi Norðurþings á fundinum.

8.Forsætisráðuneytið heldur fund um málefni þjóðlendna í fundarsal stjórnsýsluhúss á Húsavík 21. maí næstkomandi

Málsnúmer 201503113Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur tilkynning um fund frá forsætisráðuneytinu um málefni þjóðlenda.
Lagt fram til kynningar

9.Eyþing fundargerðir

Málsnúmer 201406064Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur til kynningar fundargerð 3. fundar fulltrúaráðs Eyþings sem haldinn var 20. febrúar sl.
Lagt fram til kynningar

10.Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga 17. apríl 2015

Málsnúmer 201503116Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur annarsvegar aðalfundarboð Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. sem haldinn verður í Salnum Kópavogi föstudaginn 17. apríl nk. kl. 15:30 og hinsvegar auglýsing eftir framboðum í stjórn sjóðsins.
Bæjarráð samþykkir að Óli Halldórsson verði fulltrúi Norðurþings á fundinum og Friðrik Sigurðsson til vara.

11.Útgarður 4, verðmat á íbúðum

Málsnúmer 201503068Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur úttekt fjármálastjóra á Leigufélaginu Hvammi ehf. í árslok 2014
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti að tryggja rekstur Leigufélags Hvamms ehf. út árið 2015, enda verði yfirdráttur félagsins að fullu nýttur til þess.

Fundi slitið - kl. 18:30.