Fara í efni

Árni Sigurbjarnarson, skólastjóri Tónlistarskóla Húsavíkur óskar eftir að hitta bæjarráð og ræða áform um skerðingu sumarlauna starfsmanna Tónlistarskólans

Málsnúmer 201505074

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Norðurþings - 141. fundur - 28.05.2015

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Árna Sigurbjarnarsyni þar sem hann óskar eftir að ekki komi til skerðingar á sumarlaunum kennara við Tónlistarskóla Húsavíkur.
Bæjarráð þakkar Árna góða kynningu á erindinu og felur bæjarstjóra að koma með nánari upplýsingar fyrir næsta bæjarráðsfund.

Bæjarráð Norðurþings - 142. fundur - 04.06.2015

Afgreiðslu erindis frestað til næsta fundar bæjarráðs.

Bæjarráð Norðurþings - 143. fundur - 11.06.2015

Bæjarstjóra í samráði við fræðslu- og menningarfulltrúa er falið að ljúka málinu í samræmi við álit Sambands íslenskra sveitarfélaga.