Fara í efni

LNS Saga ehf. óskar eftir afnotum að landi undir geymslusvæði á Höfða sunnan lóðar Steinsteypis

Málsnúmer 201509036

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 132. fundur - 15.09.2015

Óskað er eftir leyfi til að útbúa tímabundið um 500 m² geymslusvæði sunnan við gömlu sorpeyðingarstöðvarinnar á Húsavíkurhöfða. Framkvæmdin fælist í að fylla með berandi malarefni ofan á jarðvegsdúk, um 40 cm þykkt lag. Í verklok yrði unnt að fjarlægja fyllinguna og endurheimta fyrra gróðurlendi. Leigutími geymslusvæðisins yrði til 15. ágúst 2016. Meðfylgjandi erindi er afstöðumynd.

Skipulags- og byggingarnefnd fellst á fyrir sitt leyti að umrætt svæði verði tímabundið nýtt sem geymslusvæði. Í ljósi ákvæða aðalskipulags leggur skipulags- og byggingarnefnd áherslu á að malarpúði verði fjarlægður að verki loknu og sáð í sárið. Samið verði sérstaklega um leigu landsins og tryggingu fyrir frágangi þess að verki loknu.