Fara í efni

Norðurorg

Málsnúmer 201510083

Vakta málsnúmer

Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings - 46. fundur - 24.11.2015

Tómstunda og æskulýðsnefnd fagnar því að komið sé að Norðurþingi að halda keppnina.
NorðurOrg er undankeppni félagsmiðstöðva á Norðurlandi fyrir söngkeppni Samfés.

Tómstunda og æskulýðsnefnd felur ungmennahúsinu Túni að sjá um framkvæmdina í samstarfi við tómstunda- og æskulýðsfulltrúa.

Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings - 48. fundur - 09.02.2016

Söngkeppnin Norðurorg 2016 var haldin í Íþróttahöllinni á Húsavík föstudaginn 29. janúar 2016.

Um 530 manns mættu á viðburðinn ásamt ca. 20 starfsmönnum. Viðburðurinn í heild sinni gekk vonum framar enda nóg af sjálfboðaliðum sem tilbúnir voru til að hjálpa.

Félagsmiðstöðin Tún sá um framkvæmd keppninar og 10. bekkur var með sjoppu á staðnum.
Tómstunda- og æskulýðsnefnd vill þakka starfsmönnum félagsmiðstöðvarinnar Túns sem og starfsnema á tómstunda og æskulýðssviði, Kristni Lúðvíkssyni fyrir vel unnin störf og flottan viðburð. Einnig þakkar nefndin öllum sjálfboðaliðum sem komu að keppninni á einn eða annan hátt.