Fara í efni

Olíudreifing ehf. óskar eftir nýjum lóðarsamningi fyrir breytta lóð að Höfða 10

Málsnúmer 201511058

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 135. fundur - 24.11.2015

Óskað er eftir að gefinn verði út lóðarsamningur á Olíudreifingu vegna lóðarinnar að Höfða 10.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að gefinn verði út lóðarleigusamningur um Höfða 10 við Olíudreifingu á grundvelli breytingar deiliskipulags á Höfða.

Bæjarstjórn Norðurþings - 53. fundur - 01.12.2015

Fyrir bæjarstjórn liggur eftirfarandi bókun frá 135. fundi skipulags- og byggingarnefndar Norðurþings: "Óskað er eftir að gefinn verði út lóðarsamningur á Olíudreifingu vegna lóðarinnar að Höfða 10. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að gefinn verði út lóðarleigusamningur um Höfða 10 við Olíudreifingu á grundvelli breytingar deiliskipulags á Höfða."
Til máls tóku: Jónas og Kristján

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og byggingarnefndar