Fara í efni

Mikilvægi aukinnar þjónustu lögregluyfivalda við íbúa Norðurþings vegna uppbygginar á Bakka

Málsnúmer 201511076

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Norðurþings - 159. fundur - 19.11.2015

Fyrir bæjarráði liggur minnisblað frá fundi með lögreglustjóra á Norðurlandi eystra
Í ljósi mikillar aukningar ferðamanna, stóriðjuframkvæmda á Bakka og virkjunarframkvæmda á Þeistareykjum telur bæjarráð nauðsynlegt að styrkja starfsemi lögreglunnar á Húsavík. Áætlað er að uppbygging á Bakka hafi í för með sér tímabundna fjölgun á svæðinu um 600 manns og nausynlegt að tryggja ásættanlegt þjónustustig lögreglunnar í samræmi við það.