Fara í efni

Bæjarráð Norðurþings

159. fundur 19. nóvember 2015 kl. 16:00 - 18:35 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Óli Halldórsson formaður
  • Friðrik Sigurðsson varaformaður
  • Gunnlaugur Stefánsson áheyrnarfulltrúi
  • Jónas Hreiðar Einarsson aðalmaður
  • Kristján Þór Magnússon bæjarstjóri
  • Gunnlaugur Aðalbjarnarson Ritari
Fundargerð ritaði: Gunnlaugur Aðalbjarnarson Fjármálastjóri - staðgengill bæjarstjóra
Dagskrá

1.Stuðningur við millilandaflug um aðra flugvelli en Keflavík

Málsnúmer 201511075Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur tilkynning um að Ríkisstjórn Íslands hafi ákveðið, að tillögu forsætisráðherra, að fela iðnaðar- og viðskiptaráðherra að hefja undirbúning að stofnun Markaðsþróunarsjóðs og Áfangastaðasjóðs með það að markmiði að koma á reglulegu millilandaflugi um aðra flugvelli en Keflavík.

Bæjarráð fagnar ákvörðun Ríkisstjórnar Íslands um stofnun Markaðsþróunarsjóðs og Áfangastaðasjóðs og lýsir ánægju með áform um aukið millilandaflug um aðra flugvelli en Keflavík.

2.Ósk um rekstrarstyrk fyrir árið 2016

Málsnúmer 201511074Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur ósk frá björgunarsveitinni Núpar á Kópaskeri um rekstrarstyrk
Friðrik víkur af fundi undir þessum lið. Bæjarstjóra falið að ræða við björgunarsveitina um starfsemina. Erindinu er vísað til fjárhagsáætlunargerðar.

3.Drög að stofnsamningi Héraðsnefndar Þingeyinga bs.

Málsnúmer 201511079Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur til kynningar drög að stofnsamningi Héraðsnefndar Þingeyinga bs.
Lagt fram til kynningar

4.Fjárhagsáætlun Norðurþings 2016 og 2017-2019

Málsnúmer 201510070Vakta málsnúmer

Farið var yfir stöðu áætlunargerðar 2016

5.Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, 263. mál til umsagnar

Málsnúmer 201511072Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur til umsagnar frá Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga (sérstakt framlag úr Jöfnunarsjóði), 263. mál
Lagt fram til kynningar

6.Lífeyrisskuldbindingar hjúkrunarheimila

Málsnúmer 201511077Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um skipun starfshóps sem fjalla á um ábyrgð lífeyrisskuldbindinga ríkis og sveitarfélaga vegna samreksturs o.fl.
Lagt fram til kynningar

7.Mikilvægi aukinnar þjónustu lögregluyfivalda við íbúa Norðurþings vegna uppbygginar á Bakka

Málsnúmer 201511076Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur minnisblað frá fundi með lögreglustjóra á Norðurlandi eystra
Í ljósi mikillar aukningar ferðamanna, stóriðjuframkvæmda á Bakka og virkjunarframkvæmda á Þeistareykjum telur bæjarráð nauðsynlegt að styrkja starfsemi lögreglunnar á Húsavík. Áætlað er að uppbygging á Bakka hafi í för með sér tímabundna fjölgun á svæðinu um 600 manns og nausynlegt að tryggja ásættanlegt þjónustustig lögreglunnar í samræmi við það.

Fundi slitið - kl. 18:35.