Fara í efni

Lífeyrisskuldbindingar hjúkrunarheimila

Málsnúmer 201511077

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Norðurþings - 159. fundur - 19.11.2015

Fyrir bæjarráði liggur bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um skipun starfshóps sem fjalla á um ábyrgð lífeyrisskuldbindinga ríkis og sveitarfélaga vegna samreksturs o.fl.
Lagt fram til kynningar

Byggðarráð Norðurþings - 228. fundur - 03.10.2017

Fyrir byggðarráði liggur bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem fjallað er um fullnaðaruppgjör á lífeyrisskuldbindingum hjúkrunarheimila sem starfrækt eru á ábyrgð sveitarfélaga. Í bréfinu er óskað eftir að sveitarfélagið láti vita hyggist það ganga frá samkomulagi á grundvelli bréfsins og að í því tilfelli liggi fyrir formlegt umboð framkvæmdastjóra sveitarfélagsins til að skrifa undir samkomulagið.
Byggðarráð samþykkir að veita sveitarstjóra umboð til að ganga frá samkomulaginu.