Fara í efni

Húsin á Húsavík - styrkur frá EBÍ

Málsnúmer 201602132

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 78. fundur - 15.09.2020

Verkefnið "Húsin á Húsavík" fékk styrk frá styrktarsjóði EBÍ árið 2017. Stjórn Gafls óskar formlega eftir því við Norðurþing taki við verkefninu aftur og klári verkefnið svo sómi sé af. Í því felst eftirfarandi:
1. Að láta gera tvö skilti samkv. umsókn
2. Að koma verkefninu í það horf að húseigendur geti gert/keypt viðkomandi skilti og þá eftir því sem NÞ ákveður hvernig það fyrirkomulag verður.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að láta gera skiltin og setja í ferli að húseigendur hafi aðgang að hönnuninni og framkvæmdaaðilum á aðgengilegan hátt.