Fara í efni

Framandi og ágengar plöntur í landi Norðurþings

Málsnúmer 201605056

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 3. fundur - 10.05.2016

Á undanförnum árum hefur útbreiðsla alaskalúpínu og skógarkerfils vaxið hröðum skrefum ár frá ári við Húsavík. Alaskalúpínu var dreift umhverfis þéttbýlið til uppgræðslu illa farins lands. Undir handleiðslu garðyrkjumanna bæjarins var henni dreift í flest stærri rofsár innan bæjargirðingar og hefur nún nú náð að græða þau flest upp. Á hinn bóginn sækir hún nú í vaxandi mæli út fyrir gróðursnauð svæði og þar með talið inn í berjalönd. Skógarkerfill og spánarkerfill hafa einnig dreift sér verulega innan bæjarlands Húsavíkur og sér ekki fyrir endann á þeirri þróun. Kerfillinn þarf frjósaman jarðveg til að þrífast og er því helst að finna í eldri frjósömum túnum, en víða hefur hann einnig sest að í breiðum af alaskalúpínu þar sem safnast hefur frjósamur jarðvegur.
Til fundarins mættu Þorkell Lindberg Þórarinsson, forstöðumaður Náttúrustofu Norðausturlands og Smári Jónas Lúðvíksson garðyrkjustjóri Norðurþings.
Þorkell Lindberg ræddi um framandi og ágengar tegundir almennt, sem og sértækt fyrir Norðurþing. Rætt um leiðir til að uppræta kerfil og hefta frekari útbreiðslu lúpínu á afmörkuðum svæðum innan sveitarfélagsins. Smári og Gaukur lögðu áherslu á að sveitarfélagið legði þar meiri áherslu á vinnu við eyðingu kerfils en lúpínu.

Náttúrustofu Norðausturlands er falið að gera tillögu að áætlun um aðgerðir í samráði við garðyrkjustjóra Norðurþings fyrir næsta fund nefndarinnar.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 4. fundur - 14.06.2016

Þorkell Lindberg Þórarinsson hjá Náttúrustofu Norðausturlands mætti til fundarins og gerði grein fyrir hugmyndum að leiðum til að takmarka útbreiðsluaukningu, alaskalúpínu, skógarkerfils og spánarkerfils í landi Húsavíkur. Til fundarins mætti einnig Smári Lúðvíksson garðyrkjustjóri Norðurþings.
Nefndin þakkar Náttúrustofu Norðausturlands fyrir greinargóða úttekt og tillögur. Nefndin leggur til við framkvæmdanefnd að unnið verði að útrýmingu kerfils við gróðurstöð sveitarfélagsins við Ásgarðsveg og að útbreiðsla kerfils á og við Húsavík verði kortlögð fyrir lok árs. Einnig leggur nefndin til að lúpína verði troðin niður eða slegin við göngustíga að og umhverfis Botnsvatn fyrir júlílok.

Framkvæmdanefnd - 6. fundur - 14.07.2016

Ákveðið var að setja pening á þessu ári í eyðingu kerfils í landi Húsavíkur. Farið verður yfir stöðuna á því verki.
Smári Lúðvíksson fór yfir stöðuna við eyðingu á kerfli í bæjarlandi Húsavíkur.
Ákveðið að bjóða einstaklingum og/eða félagasamtökum aðgang að verkfærum til að slá kerfil á ákveðinum svæðum.