Skipulags- og umhverfisnefnd

4. fundur 14. júní 2016 kl. 15:00 - 18:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Sif Jóhannesdóttir formaður
  • Röðull Reyr Kárason aðalmaður
  • Örlygur Hnefill Örlygsson varaformaður
  • Soffía Helgadóttir aðalmaður
  • Jónas Hreiðar Einarsson aðalmaður
  • Gaukur Hjartarson skipul.- og byggingarfull
Starfsmenn
  • Margrét Hólm Valsdóttir
Fundargerð ritaði: Gaukur Hjartarson Skipulags- og byggingafulltrúi
Dagskrá

1.Framandi og ágengar plöntur í landi Norðurþings

201605056

Þorkell Lindberg Þórarinsson hjá Náttúrustofu Norðausturlands mætti til fundarins og gerði grein fyrir hugmyndum að leiðum til að takmarka útbreiðsluaukningu, alaskalúpínu, skógarkerfils og spánarkerfils í landi Húsavíkur. Til fundarins mætti einnig Smári Lúðvíksson garðyrkjustjóri Norðurþings.
Nefndin þakkar Náttúrustofu Norðausturlands fyrir greinargóða úttekt og tillögur. Nefndin leggur til við framkvæmdanefnd að unnið verði að útrýmingu kerfils við gróðurstöð sveitarfélagsins við Ásgarðsveg og að útbreiðsla kerfils á og við Húsavík verði kortlögð fyrir lok árs. Einnig leggur nefndin til að lúpína verði troðin niður eða slegin við göngustíga að og umhverfis Botnsvatn fyrir júlílok.

2.Landsnet sækir um lóð undir spennuvirki að Tröllabakka 6

201605112

Óskað er eftir úthlutun 2 ha lóðar að Tröllabakka 6 undir fyrirhugað spennivirki. Lóðin er merkt C á deiliskipulagi.
Lóðin að Tröllabakka 6 er skv. deiliskipulagi ætluð undir spennivirki Landsnets. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur því til við sveitarstjórn að Landsneti verði úthlutað lóðinni.

3.Trésmiðjan Rein ehf sækir um lóðina Víðimóar 7

201606035

Óskað er eftir tímabundnum afnotum lóðarinnar að Víðimóum 7 á Húsavík vegna undirbúnings framkvæmda og geymslu á tilbúnum húseiningum. Óskað er eftir leyfi til að nýta lóðina til loka september 2017.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að Trésmiðjunni Rein verði veitt afnot af lóðinni til loka september 2017.

4.Jón Helgi Vigfússon óskar eftir samþykki fyrir stofnun lóðar út úr landi Laxamýrar 2

201606058

Óskað er eftir samþykki fyrir stofnun lóðar undir smáhýsi til ferðaþjónustu. Fyrir liggur hnitsett lóðarmynd og skriflegt samþykki meðeigenda á jörðinni.
Skv. ákvæðum Aðalskipulags Norðurþings 2010-2030 er heimilt að reisa allt að fimm litla gistiskála á lögbýli. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur því til við sveitarsjórn að stofnun lóðarinnar verði samþykkt.

5.Faglausn sækir um samþykki fyrir breytingum á aðaluppdrætti og nýtt byggingarleyfi að Saltvík

201606038

Óskað er eftir samþykki fyrir breyttum teikningum af ferðaþjónustuhúsi við Saltvík. Í breytingunum felast breytingar á gluggum vesturstafns auk þess sem skráðri hlöðu verði breytt til afnota í ferðaþjónustu. Fyrir liggja teikningar unnar af Almari Eggertssyni hjá Faglausn.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti breytingar sem fram koma á teikningum og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi fyrir framkvæmdinni.

6.Faglausn sækir um byggingarleyfi fyrir hönd Bjarnastaða hestaferða á viðbyggingu við heimagistingu

201606039

Óskað er eftir leyfi til viðbyggingar við þegar byggt ferðaþjónustuhús að Bjarnastöðum. Teikningar eru unnar af Almari Eggertssyni hjá Faglausn. Fyrir liggur skriflegt samþykki meðeiganda að jörðinni.
Skipulags- og umhverfisnefnd fellst á fyrirhugaða viðbyggingu fyrir sitt leiti, að því skilyrði uppfylltu að húsið standist ákvæði byggingarreglugerðar. Skipulags- og byggingarfulltrúa verði falið að gefa út byggingarleyfi þegar fullnægjandi teikningar liggja fyrir.

7.Linda Birgisdóttir og Baldur Kristinsson sækja um stækkun á lóð sinni að Höfðaveg 26

201606050

Óskað er eftir lóðarstækkun að Höfðavegi 26 til samræmis við meðfylgjandi hnitsetta lóðarmynd. Fyrir liggur skriflegt samþykki nágranna að Höfðavegi 24.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að lóðarstækkunin verði samþykkt.

8.Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra óskar eftir umsögn um nýtt rekstarleyfi fyrir gististað í flokki 2 að Mararbraut 13

201605110

Óskað er eftir umsögn um nýtt rekstrarleyfi fyrir gististað í flokki 2 að Mararbraut 13 á Húsavík.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggst gegn veitingu leyfis til sölu gistingar að Mararbraut 13 þar sem ekki er bílastæði á lóð við húsið. Nefndin telur að nýting hússins til ferðaþjónustu muni hafa neikvæð áhrif á afnot nærliggjandi lóðarhafa á þau fáu almennu bílastæði sem eru á svæðinu.

9.Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra óskar eftir umsögn um nýtt rekstrarleyfi fyrir Höfði Apartments Garðarsbraut 15

201605109

Óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi til sölu gistingar í íbúð 215-2563 að Garðarsbraut 15 á Húsavík.
Skipulags- og umhverfisnefnd gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemdir við að veitt verði rekstrarleyfi til sölu gistingar í umræddri íbúð.

10.Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra óskar eftir umsögn um nýtt rekstrarleyfi fyrir veitngastað í flokki 1 á Aðalbraut 24

201605111

Óskað er umsagnar um nýtt rekstrarleyfi til sölu veitinga að Aðalbraut 24, fnr. 216-7216, á Raufarhöfn.
Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við að veitt verði rekstraleyfi til sölu veitinga í umræddu húsnæði, enda liggi fyrir samþykki úttektaraðila.

11.Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra óskar eftir umsögn um nýtt rekstrarleyfi fyrir Naustið að Ásgarðsvegi 1

201605122

Óskað er eftir umsögn skipulags- og umhverfisnefndar fyrir rekstrarleyfi vegna sölu veitinga að Ásgarðsvegi 1.
Skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt breytingar á umræddu húsnæði til sölu veitinga. Nefndin gerir því ekki athugasemd við að gefið verði út rekstrarleyfi þegar úttektaraðilar hafa tekið út og samþykkt þær endurbætur sem unnar hafa verið á húsnæðinu.

12.Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra óskar eftir umsögn um nýtt rekstrarleyfi fyrir Laugarholt 3c

201605123

Óskað er eftir umsögn um nýtt rekstrarleyfi til sölu gistingar að Laugarholti 3c. Áður var í gildi rekstrarleyfi til sölu gistingar í húsinu en það rann út 2013.
Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við að gefið verði út rekstrarleyfi til sölu gistingar í húsinu.

13.Landsnet sækir um byggingarleyfi fyrir spennivirki að Tröllbakka 6

201605141

Óskað er eftir leyfi til uppbyggingar spennivirkis að Tröllabakka 6 á Húsavík. Fyrir fundi liggja teikningar unnar af Ögmundi Skarphéðinssyni ofl. hjá Hornsteinum arkitektum.
Skipulags- og umhverfisnefnd telur að fyrirhuguð bygging sé í samræmi við samþykkt deiliskipulag og heimilar byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar endanleg hönnunargögn liggja fyrir.

14.Jóhanna Baldursdóttir og Örlygur Hnefill Örlygsson sækja um að byggja sólstöfu að Höfðabrekku 29a

201605147

Óskað er eftir leyfi til að byggja 8,6 m² sólstofu við Höfðabrekku 29a á Húsavík. Fyrir liggja rissmyndir af fyrirhugaðri byggingu og undirrituð samþykki nágranna.
Skipulags- og umhverfisnefnd telur grenndarkynningu umsækjanda fullnægjandi og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar fullnægjandi teikningar hafa borist.
Örlygur vék af fundi við afgreiðslu þessa erindis.

15.Jón Helgi Vigfússon sækir um leyfi til að byggja 4 smáhús á lóðinni Laxamýri 2a

201606059

Óskað er eftir heimild til að byggja fjögur smáhýsi á lóðinni Laxamýri 2a. Fyrir fundi liggja teikningar af húsunum og afstöðu þeirra unnar af Árna Gunnari Kristjánssyni. Einnig liggur fyrir skriflegt samþykki nágranna og meðeigenda af jörðinni. Fyrir liggur umsögn eldvarnareftirlits sem telur að meira bil þurfi að vera milli húsa en fram kemur á teikningum.
Skv. aðalskipulagi Norðurþings 2010-2030 er heimilt að reisa allt að fimm smáhýsi til ferðaþjónustu á lögbýli. Nefndin telur grenndarkynningu umsækjanda fullnægjandi. Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir því erindið að því tilskyldu að bil milli húsa verði í samræmi við ábendingar eldvarnareftirlits.

16.Frágangur úthlutaðra lóða

201305024

Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði grein fyrir stöðu lóðarinnar að Laugarbrekku 23. Skv. upplýsingum frá lóðarhafa er nýlega búið að sá grasfræi í lóðina til að draga úr rykmengun frá henni. Fræið er ekki farið farið að spíra.
Skipulags- og umhverfisnefnd harmar drátt hjá lóðarhafa við rykbindingu lóðarinnar. Nefndin fer fram á við lóðarhafa að hann tryggi með vökvun og jafnvel endurteknum sáningum og áburðargjöf að yfirborð lóðar lokist sem fyrst.

Fundi slitið - kl. 18:00.