Fara í efni

Faglausn sækir um byggingarleyfi fyrir hönd Bjarnastaða hestaferða á viðbyggingu við heimagistingu

Málsnúmer 201606039

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 4. fundur - 14.06.2016

Óskað er eftir leyfi til viðbyggingar við þegar byggt ferðaþjónustuhús að Bjarnastöðum. Teikningar eru unnar af Almari Eggertssyni hjá Faglausn. Fyrir liggur skriflegt samþykki meðeiganda að jörðinni.
Skipulags- og umhverfisnefnd fellst á fyrirhugaða viðbyggingu fyrir sitt leiti, að því skilyrði uppfylltu að húsið standist ákvæði byggingarreglugerðar. Skipulags- og byggingarfulltrúa verði falið að gefa út byggingarleyfi þegar fullnægjandi teikningar liggja fyrir.