Fara í efni

Frágangur úthlutaðra lóða

Málsnúmer 201305024

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 104. fundur - 08.05.2013

Rætt var um stöðu ófrágenginna lóða við Stakkholt, Lyngholt og Laugarbrekku. Skipulags- og byggingarfulltrúa er falið að fara fram á það við lóðarhafa að gengið verði á fullnægjandi hátt frá lóðunum.

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 105. fundur - 12.06.2013

Um miðjan sendi skipulags- og byggingarfulltrúi bréf á nokkra lóðarhafa ófullbyggðra lóða og óskaði úrbóta á frágangi þeirra. Við úttekt skipulags- og byggingarfulltrúa 12. júní 2013 kom í ljós að lítið hafði unnist við lagfæringar lóðanna. Skipulags- og byggingarfulltrúa er falið að senda lóðarhafa að Lyngholti 2a kröfu um tafarlausar úrbætur vegna öryggismála á lóðinni að viðlögðum dagsektum. Öðrum þeim lóðarhöfum sem ekki hafa brugðist á fullnægjandi hátt við fyrra bréf verði send ítekun um úrbætur.

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 118. fundur - 01.07.2014

Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti stöðu ófrágenginna lóða við Stakkholt, Lyngholt og Laugarbrekku og fyrri umfjöllun skipulags- og byggingarnefndar. Nokkrar lóðir í umræddum götum hafa staðið því sem næst óhreyfðar frá 2008 eftir að þar voru steyptar undirstöður húsa. Lóðarhafar flestra lóðanna brugðust við athugasemdum skipulagsnefndar í fyrrasumar og tóku til á sínum lóðum, þannig að þær geta talist þokkalegar útlits og ekki verulega hættulegar. Undantekning frá því er þó lóðin að Lyngholti 2a þar sem fátt hefur gerst þrátt fyrir ítrekaðar óskir um úrbætur. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að fara fram á tafarlausar úrbætur þar. Jafnframt verði skipulags- og byggingarfulltrúa falið að ræða við lóðarhafa að Laugarbrekku 23 um frágang þeirrar lóðar.

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 120. fundur - 16.09.2014

Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti viðbrögð lóðarhafa að Lyngholti 2a og Laugarbrekku 23 vegna óska um úrbætur á lóðunum. Lóðarhafi að Lyngholti 2a hyggst fylla í grunninn á næstunni þannig að lóðin verði ekki hættuleg. Lóðarhafar að Laugarbrekku 23 sendu bréf á skipulags- og byggingarnefnd dags. 2. september s.l. þar sem þau gera grein fyrir sínum sjónarmiðum.

Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti bréf lóðarhafa að Höfðavegi 32 sem krefjast úrbóta á frágangi lóðarinnar að Laugabrekku 23. Telja þau að fok úr ófrágenginni lóðinni hafi verið nágrönnum til ama, lóðin sé ekki afgirt á fullnægjandi hátt og nú standi þar óvarin steypustyrktarjárn upp úr grunni þar sem borð sem áttu að verja þau hafi fallið niður.

Skipulags- og byggingarnefnd fer fram á það við lóðarhafa beggja lóða að girðingum sé haldið fullnægjandi öruggum meðan fallhætta er innan lóðanna. Ennfremur verði endar steypustyrktarstálteina varðir svo ekki sé af þeim slysahætta. Öryggisfrágangi verði lokið ekki síðar en 1. október 2014. Ganga verður sem fyrst frá yfirborði lóðanna þannig að sem minnst fjúki af þeim ryk og verði yfirborðsfrágangi lokið eigi síðar en 1. maí 2015.

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 129. fundur - 09.06.2015

Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti vettvangsskoðun sína á frágangi úthlutaðra en óbyggðra lóða.

Að hausti 2014 var efni ekið í lóðina að Lyngholti 2a þannig að hún getur ekki talist sérlega hættuleg. Þar þyrfti þó nokkra tiltekt og sáningu til að loka yfirborði.

Lóðin að Laugarbrekku 23 virðist tryggilega frágengin. Þar hefur þó hrunið undan slitlagðri gangstétt svo skemmdir liggja við. Ekki hefur verið gerð tilraun til að græða upp lóðina.

Lóðir í Stakkholti virðast í sæmilegu lagi að öðru leyti en því að uppgræðslu er þörf.

Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að krefja lóðarhafa ófragenginna lóða um taka til á sínum lóðum og græða upp en skv. bókun byggingarnefndr frá september 2014 var farið fram á að sáningu yrði lokið fyrir 1. maí s.l. Ennfremur fer nefndin fram á að gengið verði tafarlaust frá jarðvegsfyllingu undir gangstétt við Laugarbrekku 23 áður en slys verða eða gangstéttin skemmist frekar en orðið er.

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 135. fundur - 24.11.2015

Guðjón Vésteinsson ítrekar fyrri athugasemdir við frágang lóðarinnar að Laugarbrekku 23 í tölvupósti til byggingarfulltrúa dags. 15. október. Ekkert hefur áunnist í að rykbinda lóðina þrátt fyrir kröfu um að það yrði gert fyrir síðasta sumar. Einnig telur hann að frágangur við gangstétt við Laugarbrekku í sumar hafi verið unnin með mjög rykgjörnu efni.

Skipulags- og byggingarnefnd harmar þau óþægindi sem nágrönnum hafa hlotist vegna frágangs lóðarinnar að Laugarbrekku 23. Skipulags- og byggingarfulltrúa er falið að krefja lóðarhafa um að rykbinda lóðaryfirborð fyrir lok maí n.k. Verði ekki brugðist við í tíma verði þvingunarúrræðum skv. ákvæðum mannvirkjalaga beitt.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 4. fundur - 14.06.2016

Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði grein fyrir stöðu lóðarinnar að Laugarbrekku 23. Skv. upplýsingum frá lóðarhafa er nýlega búið að sá grasfræi í lóðina til að draga úr rykmengun frá henni. Fræið er ekki farið farið að spíra.
Skipulags- og umhverfisnefnd harmar drátt hjá lóðarhafa við rykbindingu lóðarinnar. Nefndin fer fram á við lóðarhafa að hann tryggi með vökvun og jafnvel endurteknum sáningum og áburðargjöf að yfirborð lóðar lokist sem fyrst.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 14. fundur - 14.03.2017

Skipulags- og umhverfisnefnd telur frágangi nokkurra úthlutaðra byggingarlóða ábótavant. Í því samhengi er sérstaklega horft til byggingarlóða þar sem lítið hefur gerst til frágangs til fjölda ára, þrátt fyrir óskir og ábendingar sveitarfélagsins þar um.
Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti mögulegar aðgerðir til að knýja fram úrbætur.
Skipulags- og umhverfisnefnd telur ekki boðlegt að einstakar byggingarlóðir innan íbúðarsvæða séu opnar og ófrágengnar til fjölda ára. Skipulags- og byggingarfulltrúa er falið að senda áskorun um úrbætur lóðarfrágangs á lóðarhafa eftirfarandi lóða:

Laugarbrekka 23
Stakkholt 2

Ábyrgðaraðila lóðanna verði gefinn kostur á að koma fram sínum sjónarmiðum, andmælum og tillögum til úrbóta til 2. maí n.k. Horft er til umfjöllunar um málið að nýju á fundi nefndarinnar í maí n.k.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 16. fundur - 09.05.2017

Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti viðræður sínar við lóðarhafa þeirra tveggja lóða sem gerðar voru sérstakar athugasemdir við á fundi nefndarinnar í mars.

Horft er til þess að hefja framkvæmdir við frágang lóðarinnar að Laugarbrekku 23 í næstu viku. Einnig er horft til þess að hefja framkvæmdir við Stakkholt 2 í maí.
Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við áform um endurbætur lóðanna. Horft er til þess að skoða stöðu frágangs lóðanna á fundi nefndarinnar í júní.