Fara í efni

Skólaakstur - Útboð 2017

Málsnúmer 201701063

Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd - 10. fundur - 18.01.2017

Fræðslunefnd hefur til umfjöllunar hvort bjóða eigi út skólaakstur sveitarfélagsins á aðalleiðum. Núverandi samningar renna út í lok þessa skólaárs. Ef bjóða á aksturinn út þarf að skoða hvort breyta þurfi leiðum og/eða fyrirkomulagi. Einnig þarf að huga að því hvort í einhverjum tilfellum eigi að gera breytingar á þeim leiðum þar sem foreldrar sjá um aksturinn.
Stefán Leifur vék af fundi undir þessum lið. Fræðslunefnd felur fræðslufulltrúa að efna til útboðs á skólaakstri á aðalleiðum þar sem samningar eru lausir í lok skólaárs. Um er að ræða skólaakstur úr Reykjahverfi í Borgarhólsskóla, Úr Lóni í Öxarfjarðarskóla og úr Reistarnesi í Öxarfjarðarskóla.

Fræðslunefnd - 13. fundur - 12.04.2017

Fræðslunefnd hefur til umfjöllunar tillögu fræðslufulltrúa að útboðslýsingu vegna útboðs skólaaksturs í Norðurþingi.
Fræðslunefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu.

Fræðslunefnd - 15. fundur - 14.06.2017

Fræðslunefnd hefur til umfjöllunar erindi skólastjóra Öxarfjarðaskóla þar sem óskað er eftir því að leikskólabörnum í Lundi standi til boða að vera ekið til og frá leikskólanum.
Erindinu er hafnað með atkvæðum Berglindar Jónu, Jóns, Sigríðar og Olgu.
Stefán Leifur vill samþykkja erindið.