Fara í efni

Fræðslunefnd

15. fundur 14. júní 2017 kl. 11:00 - 14:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Olga Gísladóttir formaður
  • Stefán L Rögnvaldsson aðalmaður
  • Sigríður Hauksdóttir varaformaður
  • Jón Höskuldsson Ritari
  • Berglind Jóna Þorláksdóttir aðalmaður
  • Jón Grímsson varamaður
Fundargerð ritaði: Jón Höskuldsson Fræðslufulltrúi
Dagskrá
Málefni Grænuvalla eru á dagskrá kl. 11.00 - 11.15.
Málefni Grunnskóla Raufarhafnar eru á dagskrá kl. 11.45 - 12.15
Málefni Öxarfjarðarskóla eru á dagskrá kl. 12.15 - 12.45.

1.Grænuvellir - Ársskýrsla 2016-2017

Málsnúmer 201706039Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd hefur til umfjöllunar ársskýrslu Grænuvalla skólaárið 2016-2017.
Sigríður Valdís, leikskólastjóri Grænuvalla, kynnti skýrsluna og fór yfir starfsemi skólans á skólaárinu. Mikið álag er á starfsfólki leikskóla og forföll þess vegna umtalsverð. Leikskólastjóri sér fram á að geta ráðið fleira starfsfólk með haustinu og létt á álagi vegna undirmönnunar. Eftir sem áður munu stjórnendur leikskólans leita leiða til að létta enn frekar á álagi starfsfólks.

2.Grunnskóli Raufarhafnar - Ársskýrsla 2016-2017

Málsnúmer 201706033Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd hefur til umfjöllunar ársskýrslu Grunnskóla Raufarhafnar skólaárið 2016-2017.
Birna, skólastjóri Grunnskóla Raufarhafnar, kynnti ársskýrsluna og starfssemi skólans á skólaárinu. Samstarfi Grunnskóla Raufarhafnar og Öxarfjarðarskóla verða gerð skil sérstaklega á næsta fundi nefndarinnar. Erfið staða smærri skóla þegar kemur að því að þjónusta nemendur með annað móðurmál en íslensku og aukið álag vegna þjónustu við þá rædd. Fræðslufulltrúa er falið að kanna hvaða þjónusta er í boði.

3.Samstarf Grunnskóla Raufarhafnar og Rannsóknarstöðvarinnar Rifs.

Málsnúmer 201603001Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd tekur aftur til umfjöllunar erindi Rannsóknarstöðvarinnar Rifs um uppbyggingu rannsóknaraðstöðu í Grunnskóla Raufarhafnar. Í innsendri greinargerð Rannsóknarstöðvarinnar er verkefninu lýst, grein gerð fyrir notkunarmöguleikum fyrirhugaðrar aðstöðu, framkvæmdum vegna uppsetningar hennar lýst og fjármögnun verkefnisins og framkvæmda vegna þess útlistuð. Þar kemur fram að Rannsóknarstöðin Rif muni alfarið standa straum af kostnaði vegna uppsetningar aðstöðunnar auk annars tilfallandi kostnaðar vegna hennar. Um samstarfsverkefni Rannsóknarstöðvarinnar og Grunnskóla Raufarhafnar er að ræða þar sem Rannsóknarstöðin leggur til fjármagn og mannskap til uppbyggingar aðstöðunnar en Grunnskólinn leggur til húsnæði. Markmið samstarfsins er m.a. að auka gæði og fjölbreytni í kennslu umhverfisfræði, náttúruvísinda og raungreina. Þá hyggst Rannsóknarstöðin nýta aðstöðuna til að sinna vöktun og rannsóknum á lífríki Norð-austulands.
Fræðslunefnd samþykkir uppbyggingu rannsóknaraðstöðu í Grunnskóla Raufarhafnar.

4.Grunnskóli Raufarhafnar - Ráðning skólastjóra

Málsnúmer 201706043Vakta málsnúmer

Fræðslufulltrúi kynnir ráðningu Birnu Björnsdóttur sem skólastjóra Grunnskóla Raufarhafnar.
Gengið hefur verið frá ráðningu Birnu Björnsdóttur í starf skólastjóra Grunnskóla Raufarhafnar. Birna, sem var eini umsækjandinn um stöðuna, hefur undanfarin tvö ár gegnt starfi skólastjóra tímabundið.

5.Grunnskóli Raufarhafnar - Skóladagatal 2017-2018

Málsnúmer 201705057Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd hefur til umfjöllunar skóladagatal Grunnskóla Raufarhafnar skólaárið 2017-2018.
Birna kynnti skóladagatal skólaársins 2017-2018. Fræðslunefnd staðfestir fyrirliggjandi tillögu að skóladagatali.

6.Öxarfjarðarskóli - Ársskýrsla 2016-2017

Málsnúmer 201706035Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd hefur til umfjöllunar ársskýrslu Öxarfjarðarskóla skólaárið 2016-2017.
Guðrún, skólastjóri Öxarfjarðarskóla, kynnti skýrsluna og starfssemi skólans á skólaárinu 2016-2017.

7.Öxarfjarðarskóli - Starfsáætlun 2017-2018

Málsnúmer 201706036Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd hefur til umfjöllunar starfsáætlun Öxarfjarðarskóla skólaárið 2017-2018.
Guðrún skólastjóri Öxarfjarðarskóla gerði grein fyrir starfsáætluninni. Skólastjórar Öxarfjarðarskóla og Grunnskóla Raufarhafnar munu taka til endurskoðunar samstarf skólanna sem hefur verið með þeim hætti að nemendur Grunnskóla Raufarhafnar hafa verið einu sinni í viku í Öxarfjarðarskóla. Fræðslunefnd ítrekar að haldið verði í sérstöðu hvers skóla fyrir sig svo sem þátttöku nemenda Öxarfjarðarskóla í sauðburði.

8.Viðmið um fjölda leikskólabarna á deild samrekinna leik- og grunnskóla

Málsnúmer 201612016Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd hefur áfram til umfjöllunar stöðu mála varðandi fjölda barna á leikskóladeildinni á Kópaskeri. Á síðasta fundi nefndarinnar var veittur viðbótarfrestur til skráningar barna á deildina til 15. júní.
Reiknað er með 11 börnum í leikskóladeild Öxarfjarðarskóla í Lundi skólaárið 2017-18 og sótt hefur verið um fyrir 4 börn í leikskóladeild Öxarfjarðarskóla á Kópaskeri, eitt þeirra hæfi vistun um áramót.
Líklegt að um 4 -5 börn verði í leikskóladeild Öxarfjarðarskóla á Kópaskeri skólaárið 2018-19 ef fram fer sem horfir.
Þar sem viðmiðum um skráningar fjögurra barna á leikskóladeildinni á Kópaskeri hefur verið náð mun deildin verða rekin áfram skólaárið 2017-2018. Þá vísar fræðslunefnd einnig til bókunar sinnar frá fundi 10. maí sl. um eflingu deildarinnar.

9.Skólaakstur - Útboð 2017

Málsnúmer 201701063Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd hefur til umfjöllunar erindi skólastjóra Öxarfjarðaskóla þar sem óskað er eftir því að leikskólabörnum í Lundi standi til boða að vera ekið til og frá leikskólanum.
Erindinu er hafnað með atkvæðum Berglindar Jónu, Jóns, Sigríðar og Olgu.
Stefán Leifur vill samþykkja erindið.

10.Skólaþjónusta 2016 - 2017

Málsnúmer 201603153Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd hefur til umfjöllunar málefni Skólaþjónustu Norðurþings, eflingu hennar og framtíðarfyrirkomulag.
Samstarfssamningur Norðurþings við Langanesbyggð, Skútustaðahrepp og Tjörneshrepp um ráðgjafarþjónustu í félags- og skólamálum rann út í lok árs 2015 en framlengist um eitt ár í senn sé honum ekki sagt upp. Viðræður um endurnýjun samningsins eru hafnar. Skólaþjónusta Norðurþings hefur fram til þessa verið undir félagsþjónustusviði og því verið velt upp hvort eðlilegra sé að þjónustan tilheyri fræðslusviði. Við skólaþjónustu Norðurþings starfa nú tveir sálfræðingar í samtals rétt rúmlega einu stöðugildi og sérkennsluráðgjafi í einu stöðugildi. Erfitt hefur reynst fyrir skólaþjónustuna að sinna lögbundnu hlutverki sínu er varðar stuðning við skóla og starfsfólk þeirra. Mikilvægt er að Skólaþjónusta Norðurþings verði efld þannig að hún geti sinnt hlutverki sínu í skólaþróun, við gerð og mótun stefnu sveitarfélagsins í skólamálum, við endurmenntun og fræðslu kennara og í almennum stuðningi við skóla eftir þörfum hvers og eins. Fræðslunefnd óskar eftir að málefni skólaþjónustu verði færð undir fræðslusvið með það að markmiði að efla hana.
Áheyrnarfulltrúar:
Undir lið 1 sátu fundinn Sigríður Valdís Sæbjörnsdóttir, leikskólastjóri á Grænuvöllum, Helga Jónsdóttir starfandi aðstoðarleikskólastjóri og Signý Valdimarsdóttir fulltrúi foreldra.
Undir liðum 2-5 sátu fundinní gegnum síma, Birna Björnsdóttir, skólastjóri Grunnskóla Raufarhafnar, Olga Friðriksdóttir, fulltrúi kennara og Ingunn Valdís Baldursdóttir, fulltrúi foreldra.
Undir liðum 6-7 sat fundinn Guðrún S. Kristjánsdóttir, skólastjóri Öxarfjarðarskóla.

Fundi slitið - kl. 14:00.