Fara í efni

Skólaþjónusta 2016 - 2017

Málsnúmer 201603153

Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd - 2. fundur - 13.04.2016

Fræðslufulltrúi kynnir fyrir nefndinni fyrirhugað samstarf hans og Skólaþjónustu Norðurþings.
Starfsmenn skólaþjónustu munu vinna samantekt um stöðu mála í skólunum og kynna skólastjórum í vor. Fræðslufulltrúi mun hitta starfsmenn skólaþjónustu þegar samantektin er tilbúin þar sem hugað verður að leiðum til úrbóta. Leiðirnar verða kynntar skólunum í upphafi nýs skólaárs og samráð haft við kennara um hvaða leiðir verða farnar og um gerð framkvæmdaáætlunar. Stefnt er að því að fræðslufulltrúi komi að einhverju leyti að málum ásamt starfsmönnum skólaþjónustu. Þá verði samstarfið mótað enn frekar þegar í ljós kemur hvernig samstarfi Norðurþings við nágrannasveitarfélög sín um rekstur skólaþjónustu verður háttað.
Fræðslunefnd fagnar samstarfinu og væntir þess að samstarfið styrki Skólaþjónustuna.

Fræðslunefnd - 15. fundur - 14.06.2017

Fræðslunefnd hefur til umfjöllunar málefni Skólaþjónustu Norðurþings, eflingu hennar og framtíðarfyrirkomulag.
Samstarfssamningur Norðurþings við Langanesbyggð, Skútustaðahrepp og Tjörneshrepp um ráðgjafarþjónustu í félags- og skólamálum rann út í lok árs 2015 en framlengist um eitt ár í senn sé honum ekki sagt upp. Viðræður um endurnýjun samningsins eru hafnar. Skólaþjónusta Norðurþings hefur fram til þessa verið undir félagsþjónustusviði og því verið velt upp hvort eðlilegra sé að þjónustan tilheyri fræðslusviði. Við skólaþjónustu Norðurþings starfa nú tveir sálfræðingar í samtals rétt rúmlega einu stöðugildi og sérkennsluráðgjafi í einu stöðugildi. Erfitt hefur reynst fyrir skólaþjónustuna að sinna lögbundnu hlutverki sínu er varðar stuðning við skóla og starfsfólk þeirra. Mikilvægt er að Skólaþjónusta Norðurþings verði efld þannig að hún geti sinnt hlutverki sínu í skólaþróun, við gerð og mótun stefnu sveitarfélagsins í skólamálum, við endurmenntun og fræðslu kennara og í almennum stuðningi við skóla eftir þörfum hvers og eins. Fræðslunefnd óskar eftir að málefni skólaþjónustu verði færð undir fræðslusvið með það að markmiði að efla hana.

Félagsmálanefnd - 14. fundur - 22.08.2017

Jón Höskuldsson fræðslufulltrúi kom inn á fundinn.

Nefndin felur fræðslufulltrúa og félagsmálastjóra að vinna tillögu að nýju fyrirkomulagi varðandi sérfræðiþjónustu innan fjölskyldusviðs.