Fara í efni

Fræðslunefnd

2. fundur 13. apríl 2016 kl. 11:00 - 14:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Olga Gísladóttir formaður
  • Stefán L Rögnvaldsson aðalmaður
  • Sigríður Hauksdóttir varaformaður
  • Jón Höskuldsson Ritari
  • Sigríður Valdimarsdóttir varamaður
Fundargerð ritaði: Jón Höskuldsson Fræðslufulltrúi
Dagskrá
Málefni Grænuvalla eru á dagskrá kl. 11

1.04 111 Grænuvellir fjárhagsáætlun 2015

Málsnúmer 201411034Vakta málsnúmer

Lögð er fram til kynningar greinargerð leikskólastjóra Grænuvalla vegna fjárhagsársins 2015.
Sigga Valdís fór yfir greinargerðina. Fræðslufulltrúi og leikskólastjóri munu framvegis hittast í upphafi hvers mánaðar og fara yfir stöðuna.

2.Fjölgun leikskólaplássa á Húsavík.

Málsnúmer 201604068Vakta málsnúmer

Fyrir nefndinni liggur erindi Sigríðar Valdísar Sæbjörnsdóttur leikskólastjóra á Grænuvöllum um fjölgun leikskólaplássa á Húsavík vegna væntanlegrar fjölgunar barna á leikskólaaldri næstu árin með tilkomu fyrirtækja á Bakka. Leikskólastjóri sat nýbúafund nýverið og samkvæmt því sem fram kom þar lítur út fyrir að það þurfi að fjölga plássum í síðasta lagi janúar 2018. 120 ný störf fylgja verksmiðju á Bakka. Eins og er er leikskólinn nánast fullnýttur. Í þessu samhengi þarf einnig að ákveða hvað eigi að gera varðandi skúraviðbyggingu sem bætt var við Grænuvelli. Skýrsla leikskólastjóra og fræðslufulltrúa um leiðir til fjölgunar plássa er einnig lögð fram til kynningar.
Sigga Valdís gerði grein fyrir erindi sínu. Hún telur líklegt að þörf verði á þremur nýjum deildum. Fræðslunefnd tekur undir áhyggjur Siggu Valdísar og telur brýnt að horft verði til framtíðar og möguleiki á byggingu nýs leikskóla kannaður.

3.Grænuvellir - niðurstaða starfsmannakönnunar.

Málsnúmer 201604074Vakta málsnúmer

Fyrir nefndinni liggur niðurstaða starfsmannakönnunar á Grænuvöllum.
Sigga Valdís gerði grein fyrir niðurstöðum könnunarinnar. Niðurstöðurnar benda til þess að heilt yfir séu starfsmenn ánægðir í starfi. Nefndin lýsir yfir ánægju sinni með niðurstöðurnar.

4.Grunnskóli Raufarhafnar 2016 -2017

Málsnúmer 201603071Vakta málsnúmer

Tímabundinni ráðningu skólastjóra Grunnskóla Raufarhafnar lýkur 31. júlí 2016. Nefndin hefur til umfjöllunar hvort framlengja eigi tímabunda ráðningu um eitt ár eins og heimild er til í lögum eða auglýsa stöðuna.
Fræðslunefnd felur fræðslufulltrúa að ganga frá tímabundinni ráðningu Birnu Björnsdóttur sem skólastjóra Grunnskóla Raufarhafnar til eins árs vegna skólaársins 2016-2017.

5.Skólaakstur 2016 - 2017

Málsnúmer 201602030Vakta málsnúmer

Fyrir nefndinni liggur að við lok þessa skólaárs renna út samningar um akstur nemenda frá Reistarnesi annars vegar og um akstur nemenda frá Ærlækjarseli, Leifsstöðum, Sandfelli og Sandfellshaga hins vegar. Ekki verða nemendur á Leifsstöðum og í Sandfelli á næsta skólaári en gera má ráð fyrir að tveimur nemendum þurfi að aka frá Birkifelli aðra hvora viku.
Fræðslunefnd felur fræðslufulltrúa að óska eftir breytingum á akstri á leið eitt á þann veg að leiðin hefjist á Reistarnesi í stað Kópaskers eins og heimilt er samkvæmt samningi. Fræðslunefnd felur fræðslufulltrúa einnig að ganga til samninga við Bernharð Grímsson um akstur nemenda frá Ærlækjarseli, Sandfellshaga og Birkifelli.

6.Skólaþjónusta 2016 - 2017

Málsnúmer 201603153Vakta málsnúmer

Fræðslufulltrúi kynnir fyrir nefndinni fyrirhugað samstarf hans og Skólaþjónustu Norðurþings.
Starfsmenn skólaþjónustu munu vinna samantekt um stöðu mála í skólunum og kynna skólastjórum í vor. Fræðslufulltrúi mun hitta starfsmenn skólaþjónustu þegar samantektin er tilbúin þar sem hugað verður að leiðum til úrbóta. Leiðirnar verða kynntar skólunum í upphafi nýs skólaárs og samráð haft við kennara um hvaða leiðir verða farnar og um gerð framkvæmdaáætlunar. Stefnt er að því að fræðslufulltrúi komi að einhverju leyti að málum ásamt starfsmönnum skólaþjónustu. Þá verði samstarfið mótað enn frekar þegar í ljós kemur hvernig samstarfi Norðurþings við nágrannasveitarfélög sín um rekstur skólaþjónustu verður háttað.
Fræðslunefnd fagnar samstarfinu og væntir þess að samstarfið styrki Skólaþjónustuna.

7.Vorfundur skólastjórnenda.

Málsnúmer 201604075Vakta málsnúmer

Fyrir nefndinni liggur fundargerð vorfundar skólastjórnenda.
Fræðslunefnd felur fræðslufulltrúa að bera undir skólastjórnendur hvernig standa eigi að dreifingu uppfærðrar skólastefnu.
Fulltrúar Grænuvalla sátu fundinn undir liðum eitt til þrjú.
Sigríður Valdís Sæbjörnsdóttir leikskólastjóri
Aðalbjörg Friðbjarnardóttir aðstoðarleikskólastjóri
Sólveig Guðmundsdóttir fulltrúi starfsmanna
Guðrún Sigríður Geirsdóttir fulltrúi foreldra

Fundi slitið - kl. 14:00.