Fara í efni

Grænuvellir - Ársskýrsla 2016-2017

Málsnúmer 201706039

Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd - 15. fundur - 14.06.2017

Fræðslunefnd hefur til umfjöllunar ársskýrslu Grænuvalla skólaárið 2016-2017.
Sigríður Valdís, leikskólastjóri Grænuvalla, kynnti skýrsluna og fór yfir starfsemi skólans á skólaárinu. Mikið álag er á starfsfólki leikskóla og forföll þess vegna umtalsverð. Leikskólastjóri sér fram á að geta ráðið fleira starfsfólk með haustinu og létt á álagi vegna undirmönnunar. Eftir sem áður munu stjórnendur leikskólans leita leiða til að létta enn frekar á álagi starfsfólks.