Fara í efni

Reglur um sérstakan húsnæðisstuðning

Málsnúmer 201701065

Vakta málsnúmer

Félagsmálanefnd - 9. fundur - 19.01.2017

Hinn 16. júní sl. samþykkti Alþingi lög nr. 75/2016, um húsnæðisstuðning. Gildistökudagur laganna var þann 1. janúar sl. og leysa þau eldri lög um húsaleigubætur af hólmi.
Með 32. gr. hinna nýju laga um húsnæðisstuðning varð gerð breyting á 45. gr. laga nr. 40/1991, um félagsþjónustu sveitarfélaga, og eftirfarandi þremur málsgreinum bætt inn í þá lagagrein:
Sveitarfélög skulu veita sérstakan húsnæðisstuðning í samræmi við nánari reglur sem sveitarstjórn setur.
Sveitarfélög skulu veita foreldrum eða forsjáraðilum 15-17 ára barna sem leigja herbergi á heimavist eða námsgörðum vegna náms fjarri lögheimili húsnæðisstuðning. Stuðningurinn skal vera óháður tekjum og eignum foreldra eða forsjármanna og ekki yfir 75% af húsnæðiskostnaði vegna leigunnar.
Í þessari viðbót felst sú breyting frá eldra fyrirkomulagi opinbers húsnæðisstuðnings (valkvæðar sérstakar húsaleigubætur sveitarfélaga) að öllum sveitarfélögum var frá og með 1. janúar sl. skylt að veita sérstakan húsnæðisstuðning.
Jafnframt er það nýmæli í lögunum að sveitarfélög skuli veita foreldrum eða forsjáraðilum 15-17 ára barna, sem leiga herbergi á heimavist eða námsgörðum vegna náms fjarri lögheimili, húsnæðisstuðning.
Félagsmálanefnd staðfestir framlagðar reglur og vísar þeim til sveitarstjórnar til staðfestingar.

Sveitarstjórn Norðurþings - 64. fundur - 24.01.2017

Á 9. fundi félagsmálanefndar var eftirfarandi bókað:

"Hinn 16. júní sl. samþykkti Alþingi lög nr. 75/2016, um húsnæðisstuðning. Gildistökudagur laganna var þann 1. janúar sl. og leysa þau eldri lög um húsaleigubætur af hólmi. Með 32. gr. hinna nýju laga um húsnæðisstuðning varð gerð breyting á 45. gr. laga nr. 40/1991, um félagsþjónustu sveitarfélaga, og eftirfarandi þremur málsgreinum bætt inn í þá lagagrein: Sveitarfélög skulu veita sérstakan húsnæðisstuðning í samræmi við nánari reglur sem sveitarstjórn setur. Sveitarfélög skulu veita foreldrum eða forsjáraðilum 15-17 ára barna sem leigja herbergi á heimavist eða námsgörðum vegna náms fjarri lögheimili húsnæðisstuðning. Stuðningurinn skal vera óháður tekjum og eignum foreldra eða forsjármanna og ekki yfir 75% af húsnæðiskostnaði vegna leigunnar. Í þessari viðbót felst sú breyting frá eldra fyrirkomulagi opinbers húsnæðisstuðnings (valkvæðar sérstakar húsaleigubætur sveitarfélaga) að öllum sveitarfélögum var frá og með 1. janúar sl. skylt að veita sérstakan húsnæðisstuðning. Jafnframt er það nýmæli í lögunum að sveitarfélög skuli veita foreldrum eða forsjáraðilum 15-17 ára barna, sem leigja herbergi á heimavist eða námsgörðum vegna náms fjarri lögheimili, húsnæðisstuðning.

Félagsmálanefnd staðfestir framlagðar reglur og vísar þeim til sveitarstjórnar til staðfestingar."
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu félagsmálanefndar.