Fara í efni

Tómstundir aldraðra

Málsnúmer 201701071

Vakta málsnúmer

Félagsmálanefnd - 9. fundur - 19.01.2017

Á síðasta ári var gerður samningur við Félag eldri borgara -Húsavík um að þeir sinntu tómstundastarfi fyrir eldri borgara á Húsavík. Samningurinn var bundinn húsaleigu FEB í Snælandi.
FEB-Húsavík hafa nú eignast sitt eigið húsnæði og flutt starfsemi sína úr Snælandi.
Spurning er hvort gera eigi annan samning við FEB-Húsavík um tómstundastarf fyrir eldri borgara og hvað sá samningur á að fela í sér. Lagt fram til umræðu.
Félagsmálanefnd felur félagsmálastjóra að ræða nýjan þjónustusamning við FEB-Húsavík.