Fara í efni

Erindi frá Hvalasafninu vegna vatnsleka í kjallara

Málsnúmer 201705142

Vakta málsnúmer

Orkuveita Húsavíkur ohf - 167. fundur - 27.06.2017

Þegar stjórn Hvalasafnsins ákvað að láta grafa út kjallara hússins með það að markmiði að nýta það rými kom í ljós að mikið vatn streymdi fram bakkann og að húsinu. Vegna fyrirsjáanlegs kostnaðar við að drena í kringum húsið eins og eðlilegast hefði verið að gera var ekki farið í þá framkvæmd, heldur var farið í fráveituframkvæmdir innanhúss til þess að fanga vatnið og koma því í fráveitubrunn sem staðsettur er í "Skansinum".
Fyrir stjórn OH liggur að taka ákvörðun um það hvort Orkuveita Húsavíkur taki þátt í þeim kostnaði sem Hvalasafnið lagði í til þess að beisla vatnið sem skilar sér að húsinu.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur hafnar erindinu og felur framkvæmdastjóra OH að svara forstöðumanni Hvalasafnsins.