Fara í efni

Uppfærsla á raforkutengingum í innri höfn á Húsavík

Málsnúmer 201706077

Vakta málsnúmer

Hafnanefnd - 15. fundur - 14.06.2017

Erindi hefur borist frá RARIK um tillögu að uppfærslu á raforkukerfi hafnarinnar á Húsavík. Tillagan er til komin m.a. vegna óskar Norðursiglingar um að geta hlaðið rafbáta sína við flotbryggju framan við Gamla Bauk, sem og er tillagan til þess fallin að auka sveigjanleika í afhendingaröryggi raforku til allra notenda á miðhafnarsvæðinu.
Hafnanefnd fellst á þá tillögu að koma fyrir húsnæði á vegum RARIK undir spennistöð, enda falli það að deiliskipulagi miðhafnarsvæðisins og að útlit og hönnunun smáhýsisins taki mið af nánasta umhverfi.