Hafnanefnd

15. fundur 14. júní 2017 kl. 16:15 - 18:15 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Trausti Aðalsteinsson formaður
  • Sigurgeir Höskuldsson varaformaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason aðalmaður
  • Kristján Þór Magnússon hafnarstjóri
Fundargerð ritaði: Kristján Þór Magnússon Sveitarstjóri/Hafnastjóri
Dagskrá

1.Uppfærsla á raforkutengingum í innri höfn á Húsavík

201706077

Erindi hefur borist frá RARIK um tillögu að uppfærslu á raforkukerfi hafnarinnar á Húsavík. Tillagan er til komin m.a. vegna óskar Norðursiglingar um að geta hlaðið rafbáta sína við flotbryggju framan við Gamla Bauk, sem og er tillagan til þess fallin að auka sveigjanleika í afhendingaröryggi raforku til allra notenda á miðhafnarsvæðinu.
Hafnanefnd fellst á þá tillögu að koma fyrir húsnæði á vegum RARIK undir spennistöð, enda falli það að deiliskipulagi miðhafnarsvæðisins og að útlit og hönnunun smáhýsisins taki mið af nánasta umhverfi.

2.Rafmagnsmál á Bökugarði

201706079

Hafnastjóri fór yfir uppbyggingu rafmagnskerfis á Bökugarði. Til umræðu er m.a. útfærsla á yfirborðsfrágangi þekjunnar sem senn á að steypa ofan á nýjasta hluta garðsins.
Hafnanefnd telur, eftir samráð og samtöl við sérfræðinga, hvorki fjárhagslegar- né fyllilega hagkvæmar forsendur fyrir því að byggja upp innviði á Bökugarði fyrir háspennukapal til að knýja rafmagnskrana. Því verði í staðinn beint til tilvonandi þjónustuaðila á hafnarsvæði að leita allra leiða með að lágmarka mengun frá aflgjafa þess krana sem notaður verður við upp- og útskipun á garðinum.

3.Ósk um leigu á verbúðarbili við Hafnarstétt vegna áforma frumkvöðlafyrirtækis á að hefja bjórgerð

201706078

Fyrir hafnanefnd liggur ósk frá Atvinnuþróunarfélagi Þingeyinga f.h. frumkvöðla á svæðinu sem vilja leigja verbúðarbil við Hafnarstétt. Til stendur að hefja bjórgerð, náist samkomulag um leiguna og framkvæmdir á húsnæðinu.
Hafnanefnd tekur jákvætt í erindið og felur hafnastjóra að hefja viðræður við Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga og frumkvöðlana um útfærslu á samningi og leggja hann fyrir nefndina. Skál.

4.Ársreikningur Hafnasambands Íslands fyrir árið 2016

201705121

Hafnanefnd hefur til kynningar ársreikning Hafnasamband Íslands fyrir síðasta rekstrarár.
Lagt fram til kynningar.

5.Hafnasamband Íslands - Fundargerðir 2017

201702006

Fundargerðir 393. og 394. fundar hafnasambandsins lagðar fram fyrir hafnanefnd.
Lagt fram til kynningar.

6.Sjóvarnarskýrsla 2017

201705131

Í "Yfirlitsskýrslu um sjóvarnir frá 2011" kemur fram að forgangsflokkun aðgerða við endurbyggingu sjóvarnargarðs við sláturhúsið á Húsavík, suður fyrir Haukamýrarlæk, er í C-flokkki.
Hafnanefnd Norðurþings fer þess á leit við Siglingasvið Vegagerðarinnar að svæðið verði í efsta forgangsflokki í Sjóvarnarskýrslu ársins 2017 og að það verði stækkað til norðurs, norður fyrir Þorvaldsstaðará. Hafnastjóra falið að koma erindinu til skila.

Fundi slitið - kl. 18:15.