Fara í efni

Vinnuvélar Eyþórs ehf. sækir um lóð að Höfða 14.

Málsnúmer 201706133

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 18. fundur - 18.07.2017

Vinnuvélar Eyþórs ehf óska eftir að fá byggingarlóðinni að Höfða 14 úthlutað til uppbyggingar skemmu hliðstæðrar þeirri sem fyrirtækið á að Höfða 12.
Sem stendur er lóðin að Höfða 14 frátekin vegna vinnubúða verktaka við vega- og hafnargerð. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við byggðaráð, í umboði sveitarstjórnar, að Vinnuvélum Eyþórs verði úthlutað lóðinni þegar vinnubúðir hafa verið fjarlægðar af lóðinni.

Byggðarráð Norðurþings - 221. fundur - 25.07.2017

Á 18. fundi skipulags- og umhverfisnefndar Norðurþings var eftirfarandi bókað:

"Sem stendur er lóðin að Höfða 14 frátekin vegna vinnubúða verktaka við vega- og hafnargerð. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við byggðaráð, í umboði sveitarstjórnar, að Vinnuvélum Eyþórs verði úthlutað lóðinni þegar vinnubúðir hafa verið fjarlægðar af lóðinni."
Byggðarráð samþykkir tillöguna.