Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings

221. fundur 25. júlí 2017 kl. 09:00 - 09:19 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Óli Halldórsson formaður
  • Olga Gísladóttir varaformaður
  • Jónas Hreiðar Einarsson aðalmaður
  • Soffía Helgadóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Drífa Valdimarsdóttir fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Drífa Valdimarsdóttir Fjármálastjóri
Dagskrá
Olga Gísladóttir og Soffía Helgadóttir tóku þátt í fundinum í gegnum síma.

1.Ósk um umsögn vegna leyfi til skoteldasýningar mærudaga 2017

Málsnúmer 201707124Vakta málsnúmer

Lögreglunstjórinn á Norðurlandi eystra óskar eftir umsögn byggðarráðs, í umboði sveitarstjórnar, vegna umsóknar um leyfi til skoteldasýningar laugardaginn 29. júlí 2107 frá klukkan 23:45 til 24:00.
Byggðarráð veitir jákvæða umsögn vegna skoteldasýningar á mærudögum 2017.

2.Sýslumaðurinn óskar eftir umsögn um tímabundið tækifærisleyfi fyrir Sölku veitingar, um Mærudagana.

Málsnúmer 201707091Vakta málsnúmer

Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra óskar eftir umsögn byggðarráðs fyrir Sölkuveitingar ehf. um tímabundið tækifærisleyfi og tímabundið áfengisleyfi á Húsavík föstudaginn 28. júlí nk. frá kl 18:00 til sunnudagsins 30. júlí nk. til kl. 03:00.
Byggðarráð veitir jákvæða umsögn um tækifærisleyfið, en leggur til að í samræmi við undangengin ár verði sú lína lögð að vínveitingaleyfi til torgsöluaðila á hátíðasvæði Mærudaga gildi ekki lengur en til kl. 1:00 eftir miðnætti.
Byggðarráð hvetur leyfishafa til að fylgja fast eftir sinni skyldu að ekki sé selt áfengi eftir að leyfistími er útrunninn og aldurstakmarkanir séu virtar.

3.Beiðni um framkvæmdaleyfi vegna lagningar nýrrar gangbrautar á Héðinsbraut við gatnamót Laugarbrekku - Auðbrekku.

Málsnúmer 201707110Vakta málsnúmer

Vegagerðin óskar eftir framkvæmdaleyfi fyrir gerð gangbrautar á Héðinsbraut norðan Auðbrekku.
Byggðarráð samþykkir beiðnina.

4.Norðurhöfn. Tillaga að breyttu deiliskipulagi.

Málsnúmer 201610076Vakta málsnúmer

Á 18. fundi skipulags- og umhverfisnefndar Norðurþings var eftirfarandi bókað: "Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við hafnanefnd og byggðaráð að breyting deiliskipulagsins verði samþykkt eins og hún var kynnt."
Byggðarráð samþykkir breytinguna eins og hún var kynnt.

5.Aðalskipulag fyrir fiskeldi á Kópaskeri.

Málsnúmer 201707065Vakta málsnúmer

Á 18. fundi skipulags- og umhverfisnefndar Norðurþings var eftirfarandi bókað:

"Skipulags- og umhverfisnefnd telur að uppbygging fyrirhugaðs fiskeldis á Röndinni sé líkleg til að styrkja byggð á Kópaskeri og það sé vel. Nefndin telur tillögu að skipulagslýsingu skýra og leggur til við byggðaráð, í umboði sveitarstjórnar, að skipulags- og matslýsingin verði kynnt skv. ákvæðum skipulagslaga og óskað umsagnar um hana til þeirra umsagnaraðila sem tilgreindir eru."
Byggðarráð samþykkir breytinguna eins og hún var kynnt.

6.Deiliskipulag fyrir fiskeldi á Kópaskeri.

Málsnúmer 201707066Vakta málsnúmer

Á 18. fundi skipulags- og umhverfisnefndar Norðurþings var eftirfarandi bókað:

"Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við byggðaráð, í umboði sveitarstjórnar, að skipulagslýsingin verði kynnt skv. ákvæðum skipulagslaga eins og hún var lögð fram."
Byggðarráð samþykkir breytinguna eins og hún var kynnt.

7.Vinnuvélar Eyþórs ehf. sækir um lóð að Höfða 14.

Málsnúmer 201706133Vakta málsnúmer

Á 18. fundi skipulags- og umhverfisnefndar Norðurþings var eftirfarandi bókað:

"Sem stendur er lóðin að Höfða 14 frátekin vegna vinnubúða verktaka við vega- og hafnargerð. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við byggðaráð, í umboði sveitarstjórnar, að Vinnuvélum Eyþórs verði úthlutað lóðinni þegar vinnubúðir hafa verið fjarlægðar af lóðinni."
Byggðarráð samþykkir tillöguna.

8.Óska eftir stækkun lóðar á Uppsalavegi 13

Málsnúmer 201703050Vakta málsnúmer

Á 18. fundi skipulags- og umhverfisnefndar Norðurþings var eftirfarandi bókað:

"Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við byggðaráð, í umboði sveitarstjórnar, að umsækjendum verið veitt lóðarstækkun eins og fyrirliggjandi lóðarteikning sýnir."
Byggðarráð samþykkir tillöguna.

9.Skipulags- og umhverfisnefnd - 18

Málsnúmer 1707004Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði, í umboði sveitarstjórnar, liggur til kynningar fundargerð 18. fundar skipulags- og umhverfisnefndar Norðurþings.
Fundargerðin er staðfest.

Fundi slitið - kl. 09:19.