Fara í efni

Sýslumaðurinn óskar eftir umsögn um tímabundið tækifærisleyfi fyrir Sölku veitingar, um Mærudagana.

Málsnúmer 201707091

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 221. fundur - 25.07.2017

Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra óskar eftir umsögn byggðarráðs fyrir Sölkuveitingar ehf. um tímabundið tækifærisleyfi og tímabundið áfengisleyfi á Húsavík föstudaginn 28. júlí nk. frá kl 18:00 til sunnudagsins 30. júlí nk. til kl. 03:00.
Byggðarráð veitir jákvæða umsögn um tækifærisleyfið, en leggur til að í samræmi við undangengin ár verði sú lína lögð að vínveitingaleyfi til torgsöluaðila á hátíðasvæði Mærudaga gildi ekki lengur en til kl. 1:00 eftir miðnætti.
Byggðarráð hvetur leyfishafa til að fylgja fast eftir sinni skyldu að ekki sé selt áfengi eftir að leyfistími er útrunninn og aldurstakmarkanir séu virtar.