Fara í efni

Styrkbeiðni: Landssöfnunin Vinátta í verki

Málsnúmer 201707084

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 220. fundur - 13.07.2017

Eftirfarandi kemur fram í styrkbeiðni aðstandenda söfnunarinnar Vinátta í verki: "Aðfararnótt sunnudagsins 18. júní skall flóðalda á grænlenska þorpinu Nuugattsiaq, sem er á samnefndri eyju í Uummanaq-firði, 600 kílómetrum fyrir norðan heimskautsbaug. Íbúar voru innan við 100 og lifðu á veiðum. Fjórir fórust og ellefu hús gjöreyðilögðust, m.a. rafveitan, verslunin og grunnskólinn. Hættuástandi var lýst yfir í Uummannaq-firði og tvö þorp til viðbótar rýmd. Þjóðarsorg lagðist yfir Grænland.

Grænlendingar eru næstu nágrannar Íslendinga og djúp vinátta milli þjóðanna. Einn skýrasti vottur þess, er að Grænlendingar efndu til landssöfnunar þegar snjóflóðið mikla féll á Flateyri 1995. Þar gaf margur af litlu"

Sveitarstjóri leggur til við byggðarráð að Norðurþing styrki söfnunina um 150.000,-kr. Byggðarráð samþykkir tillöguna.