Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings

220. fundur 13. júlí 2017 kl. 16:00 - 18:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Óli Halldórsson formaður
  • Olga Gísladóttir varaformaður
  • Jónas Hreiðar Einarsson aðalmaður
  • Kristján Þór Magnússon
  • Soffía Helgadóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Fundargerð ritaði: Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri
Dagskrá

1.Tillaga að eigendastefnu fyrir þjóðlendur - forsætisráðuneytið

Málsnúmer 201607303Vakta málsnúmer

Forsætisráðuneytið hefur að undanförnu unnið að kortlagningu á nýtingu lands og landsréttinda innan þjóðlendna. Hefur sú vinna leitt í ljós að huga þarf að því hvort vera kunni að forsætisráðuneytið eigi með réttu að vera aðili að ýmsum samningum sem í gildi eru um nýtingu lands og landsréttinda innan þjóðlendu frekar en viðkomanndi sveitarfélag.

Forsætisráðuneytið óskar eftir að sveitarfélagið kanni hvort það sé aðili að samningum um nýtingu vatns- og jarðréttinda, náma og annara jarðefna innan þjóðlendna.

Ráðuneytið óskar eftir upplýsingum um málið fyrir 1. september n.k.
Erindið lagt fram til kynningar og er því vísað til skipulags- og umhverfisnefndar til úrvinnslu.

2.Kaupréttur íbúa v. sölu leiguíbúða

Málsnúmer 201707072Vakta málsnúmer

Leigjendur sjö íbúða í eigu Norðurþings hafa óskað eftir verðmati í eignina sem þau eru að leigja, með vísan til kaupréttarboðs. Nú er komið verðmat á íbúðirnar frá tveimur fasteignasölum fyrir þessar eignir. Annarsvegar frá Höfðabergi og hinsvegar Miðlun.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að ganga frá sölutilboðum í þær íbúðir sem verðmetnar hafa verið, á grundvelli tveggja óháðra matsaðila. Tilboðin byggja á meðaltali tveggja verðamata fyrir hverja íbúð. Til samræmis við fyrri ákvörðun varðandi kaupréttartilboðin þurfa kauptilboð að hafa borist á skrifstofu Norðurþings fyrir kl. 16:00, þriðjudaginn 8. ágúst.

3.Fjárfestingarhreyfingar ársins 2016

Málsnúmer 201707076Vakta málsnúmer

Soffía Helgadóttir óskar eftir því að sveitarstjóri leggi fram fjárfestingarhreyfingar ársins 2016 til frekari upplýsinga við lestur ársreiknings sveitarfélagsins.
Lagt fram til kynningar.

4.Hverfisráð - austursvæði Norðurþings

Málsnúmer 201706085Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggja tilnefningar um fulltrúa í hverfisráð Raufarhafnar (6 tilnefn.), Öxarfjarðar (14 tilnefn.) og Kelduhverfis (10 tilnefn.).
Fyrir fundinum lágu innsendar tilnefningar ráðanna þriggja. Dregið var um aðal- og varamenn hvers ráðs fyrir sig, eftir því sem hér segir:

Fulltrúar í hverfisráði Kelduhverfis eru:
Aðalmenn
Sigurfljóð Sveinbjörnsdóttir, Heiðarbrún
Aðalsteinn Snæþórsson, Víkingavatni
Daði Lange, Austurgörðum
Varamenn
Salbjörg Matthíasdóttir, Árdal
Guðríður Baldvinsdóttir, Lóni
Ævar Ísak Sigurgeirsson, Ásbyrgi

Fulltrúar í hverfisráði Öxarfjarðar eru:
Aðalmenn
Inga Sigurðardóttir, Kópaskeri
Ómar Gunnarsson, Efri-Hólum
Elvar Már Stefánsson, Kópaskeri
Varamenn
Guðmundur Magnússon, Kópaskeri
Kristín Eva Benediktsdóttir, Þverá
Conny Spandau, Kópaskeri

Fulltrúar í hverfisráði Raufarhafnar eru:
Aðalmenn
Þóra Soffía Gylfadóttir
Gunnar Páll Baldursson
Adriana Hagiu
Varamenn
Friðgeir Gunnarsson
Kristjana Rannveig Sveinsdóttir
Ingunn Valdís Baldursdóttir

Sveitarstjóra er falið að hafa ssamband við ofangreinda aðila og fara þess á leit við þá að taka sæti í ráðunum.

5.Uppbygging á Bakka ívilnanir - samantekt

Málsnúmer 201707077Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri fer yfir samantekt á ívilnunum og samningum þess efnis milli Norðurþings og PCC BakkiSilicon
Lagt fram til kynningar.

6.Ósk um umsögn vegna skoteldasýningar á Mærudögum 2017

Málsnúmer 201707078Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggur beiðni frá GB viðburðum ehf, sem halda utan um skipulagningu Mærudaga 2017. Óskað er eftir umsögn byggðarráðs um fyrirhugaða flugeldasýningu.
Byggðarráð veitir erindinu jákvæða umsögn.

7.Styrkbeiðni: Landssöfnunin Vinátta í verki

Málsnúmer 201707084Vakta málsnúmer

Eftirfarandi kemur fram í styrkbeiðni aðstandenda söfnunarinnar Vinátta í verki: "Aðfararnótt sunnudagsins 18. júní skall flóðalda á grænlenska þorpinu Nuugattsiaq, sem er á samnefndri eyju í Uummanaq-firði, 600 kílómetrum fyrir norðan heimskautsbaug. Íbúar voru innan við 100 og lifðu á veiðum. Fjórir fórust og ellefu hús gjöreyðilögðust, m.a. rafveitan, verslunin og grunnskólinn. Hættuástandi var lýst yfir í Uummannaq-firði og tvö þorp til viðbótar rýmd. Þjóðarsorg lagðist yfir Grænland.

Grænlendingar eru næstu nágrannar Íslendinga og djúp vinátta milli þjóðanna. Einn skýrasti vottur þess, er að Grænlendingar efndu til landssöfnunar þegar snjóflóðið mikla féll á Flateyri 1995. Þar gaf margur af litlu"

Sveitarstjóri leggur til við byggðarráð að Norðurþing styrki söfnunina um 150.000,-kr. Byggðarráð samþykkir tillöguna.

Fundi slitið - kl. 18:00.