Fara í efni

Líkamsræktaraðstaða Raufarhöfn

Málsnúmer 201708012

Vakta málsnúmer

Æskulýðs- og menningarnefnd - 12. fundur - 24.08.2017

Gísli Þór Briem og Angela Agnarsdóttir hafa hug á að fjárfesta í líkamsræktartækjum og setja upp líkamsræktarstöð í íþróttahúsinu á Raufarhöfn.
Óskað er eftir afnotum íþróttahúsinu á Raufarhöfn sem er í eigu Norðurþings og viðræður um hugsanlegar framkvæmdir sem eru nauðsynlegar til að hrinda verkinu í framkvæmd.
Æskulýðs og menningarnefnd fagnar frumkvæði Angelu og Gísla. Nefndin er tilbúin að leggja til aðstöðu í íþróttamiðstöðinni á Raufarhöfn. Íþrótta- og tómstundafulltrúa er falið að hefja samningsviðræður við umsækjendur og leggja fyrir nefndina.

Framkvæmdanefnd - 22. fundur - 25.10.2017

Fyrir framkvæmdanefnd liggur erindi frá aðilum á Raufarhöfn um að færa líkamsræktaraðstöðuna úr kjallara í anddyri íþróttahússins, en þar mun vera betri aðstaða til slíkrar starfsemi. Einnig er farið fram á að fá að nýta aðstöðuna án endurgjalds gegn því að viðkomandi aðilar sjái um nauðsynlegar breytingar á húsnæðinu til þess að koma aðstöðunni fyrir.
Salerni fyrir fatlaða verður nýtt undir þessa aðstöðu og þarf að skoða hvernig það verður leyst m.t.t. byggingareglugerða.
Einnig þarf að vinna þetta til samræmis við brunavarnir og vinnueftirlit.
Framkvæmdanefnd setur sig ekki upp á móti því að líkamsræktaraðstaða á Raufarhöfn verði færð úr kjallara í anddyri íþróttahússins, að því gefnu að ekki verði brotið á byggingareglugerðum né reglugerðum sem snúa að brunavörnum og vinnueftirliti .
Gísla Þór Briem og Angelu Agnarsdóttur yrði heimilt að nýta aðstöðu í anddyri til líkamsræktar án endurgjalds, en í samráði og samstarfi við aðra aðila sem sinna starfsemi í íþróttasal og sundlaug. Allar breytingar á húsnæðinu sem tengjast aðstöðu líkamsræktar verði eins og getið er í erindinu, án kostnaðarþátttöku sveitarfélagsins.
Framkvæmda- og þjónustufulltrúa falið að ganga frá samningi.