Fara í efni

Samningur um tímamundin afnot af landi Tröllakots til geymslu á húsnæðiseiningum

Málsnúmer 201709158

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 227. fundur - 28.09.2017

Þýska verktakafyrirtækið M W Group, sem sér að stærstum hluta um uppbyggingu mannvirkja kísilvers PCC á Bakka, hefur óskað eftir aðstoð sveitarfélagsins við að finna tímabundna geymslu á vinnubúðaeiningum sem nú standa á lóð kísilversins. Einingarnar sem um ræðir voru settar upp til að hýsa skrifstofur og starfsmannaaðstöðu kísilversins. Í ljós hefur komið að vegna skemmda þá uppfylla einingarnar ekki skilyrði og þær þarf að fjarlægja. M W hefur þegar gengið frá pöntun á nýjum einingum erlendis frá sem væntanlegar eru á næstu vikum. Fyrst þarf að gera breytingar á undirstöðunni og því þarf að fjarlægja núverandi einingar sem fyrst.

Óskir M W eru um að geyma gömlu einingarnar tímabundið, eða frá lokum september til loka mars 2018 við Tröllakot.
Að því gefnu að tryggt verði með samningi að engar skuldbindingar eða kostnaður vegna geymslunnar falli á sveitarfélagið samþykkir byggðarráð að heimila tímabundna geymslu á umræddum einingum fyrir M W allt til loka mars 2018. Sveitarstjóra er falið að ganga frá samningum á grunni þeirra samningsdraga sem liggja fyrir fundinum.