Fara í efni

Ályktun frá stjórnendum og starfsfólki Borgarhólsskóla

Málsnúmer 201711013

Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd - 20. fundur - 15.11.2017

Fræðslunefnd hefur til umfjöllunar eftirfarandi ályktun frá starfsfólki Borgarhólsskóla:

Í ljósi alvarlegra ásakana í garð stjórnenda og starfsfólks Borgarhólsskóla um meint aðgerðarleysi gagnvart einelti óskum við eftir að fræðsluyfirvöld fari yfir gögn þess máls. Einnig óskum við eftir að fenginn verði óháður aðili til að gera úttekt á aðgerðaáætlun skólans og verkferlum er varðar eineltismál.
Fræðslunefnd samþykkir að fenginn verði óháður aðili til að gera úttekt á aðgerðaáætlun Borgarhólsskóla í eineltismálum. Fræðslufulltrúa falið að vinna að málinu.