Fara í efni

Fræðslunefnd

20. fundur 15. nóvember 2017 kl. 12:00 - 16:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Olga Gísladóttir formaður
  • Stefán L Rögnvaldsson aðalmaður
  • Jón Höskuldsson Ritari
  • Berglind Jóna Þorláksdóttir aðalmaður
  • Karl Hreiðarsson aðalmaður
Fundargerð ritaði: Jón Höskuldsson Fræðslufulltrúi
Dagskrá
Málefni Borgarhólsskóla voru á dagskrá kl. 12
Málefni Grænuvalla voru á dagskrá kl. 12.20
Málefni Framhaldsskólans á Húsavík voru á dagskrá kl. 13.

1.Ályktun frá stjórnendum og starfsfólki Borgarhólsskóla

Málsnúmer 201711013Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd hefur til umfjöllunar eftirfarandi ályktun frá starfsfólki Borgarhólsskóla:

Í ljósi alvarlegra ásakana í garð stjórnenda og starfsfólks Borgarhólsskóla um meint aðgerðarleysi gagnvart einelti óskum við eftir að fræðsluyfirvöld fari yfir gögn þess máls. Einnig óskum við eftir að fenginn verði óháður aðili til að gera úttekt á aðgerðaáætlun skólans og verkferlum er varðar eineltismál.
Fræðslunefnd samþykkir að fenginn verði óháður aðili til að gera úttekt á aðgerðaáætlun Borgarhólsskóla í eineltismálum. Fræðslufulltrúa falið að vinna að málinu.

2.Ósk um að vista barn hluta úr viku á Grænuvöllum.

Málsnúmer 201710160Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd hefur til umfjöllunar erindi Berglindar Ólafsdóttur þar sem óskað er eftir að boðið sé upp á vistun hluta úr viku á leikskólanum Grænuvöllum. Umfjöllun um erindið var frestað á síðasta fundi nefndarinnar og
fræðslufulltrúa og leikskólastjóra falið að kanna málið betur, kanna m.a. útfærslur og forsendur annarra sveitarfélaga fyrir slíkri vistun.
Fræðslunefnd samþykkir erindið og felur leikskólastjóra nánari útfærslu. Jafnframt verði sambærileg erindi skoðuð sérstaklega.

3.Fræðslusvið - Fjárhagsáætlun 2018

Málsnúmer 201710168Vakta málsnúmer

Áframhaldandi umræða fræðslunefndar um fjárhagsáætlun fræðslusviðs 2018. Önnur umræða sveitarstjórnar um fjárhagsáætlun fer fram á fundi hennar 28. nóvember.
Fjárhagsáætlanir stjórnenda fræðslustofnanna Norðurþings gera ráð fyrir 72 milljónum umfram ramma byggðaráðs Norðurþings. Fræðslunefnd fer fram á eftirfarandi breytingar á fjárhagsáætlunum.

Borgarhólsskóli - Lækkun um 8.000.000
Grænuvellir - Lækkun um 5.000.000
Öxarfjarðarskóli - Lækkun um 1.800.000
Grunnskóli Raufarhafnar - Lækkun um 700.000
Tónlistarskóli Húsavíkur - Lækkun um 1.000.000
Skólaþjónusta Norðurþings - Lækkun um 3.500.000


Fræðslunefnd óskar því við byggðaráð að rammi fjárhagsáætlunar fræðslumála verði hækkaður um 52 milljónir.

4.Framhaldsskólinn á Húsavík - Skólaakstur

Málsnúmer 201710114Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd hefur til umfjöllunar erindi Framhaldsskólans á Húsavík þar sem óskað er eftir því að sveitarfélagið annist skólaakstur nemenda úr sveitarfélaginu utan Húsavíkur. Afgreiðslu erindisins var frestað á síðasta fundi nefndarinnar og óskað eftir því að skólameistara yrði boðið á næsta fund til frekari umræðu um málið.
Fræðslunefnd þakkar fyrir erindið en telur sér ekki fært að verða við erindinu að svo komnu. Mikilvægt er þó að halda umræðunni áfram t.d. í tengslum við verkefnið brothættar byggðir, málefni Framhaldsskólans almennt og almenningssamgöngur í sveitarfélaginu.

5.Fræðslunefnd - Erindisbréf nefndar

Málsnúmer 201710123Vakta málsnúmer

Fræðslufulltrúi leggur fyrir fræðslunefnd erindisbréf fræðslunefndar til umfjöllunar.
Fræðslufulltrúi óskaði eftir því á síðasta fundi þar sem drög að bréfinu voru kynnt að fulltrúar í fræðslunefnd skiluðu athugasemdum sínum til hans fyrir næsta fund nefndarinnar.
Fræðslunefnd þarfnast frekari vinnu við að ljúka erindisbréfinu. Vinnu við bréfið verður fram haldið á næsta fundi nefndarinnar.

6.Lokaskýrsla Evrópumiðstöðvar um menntun fyrir alla

Málsnúmer 201711071Vakta málsnúmer

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur gefið út íslenska þýðingu á skýrslu um niðurstöður úttektar á menntun án aðgreiningar á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi á Íslandi sem fram fór frá nóvember 2015 til ársbyrjunar 2017. Skýrslan var unnin af Evrópumiðstöð um nám án aðgreiningar og sérþarfir.
Lagt fram til kynningar.

7.Lokaskýrsla samstarfsnefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga og FG vegna úrvinnslu á bókun 1

Málsnúmer 201711070Vakta málsnúmer

Lögð er fram til kynningar lokaskýrsla samstarfsnefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félags grunnskólakennara sem er samantekt á niðurstöðum byggðar á lokaskýrslum sveitarfélaga og umbótaáætlunum grunnskóla vegna úrvinnslu þeirra á bókun 1 í kjarasamningi FG og sambandsins.
Lagt fram til kynningar.
Þórgunnur R. Vigfúsdóttir skólastjóri og Kristjana Ríkey Magnúsdóttir fulltrúi kennara sátu fundinn undir lið 1.
Sigríður Valdís Sæbjörnsdóttir leikskólastjóri, Helga Jónsdóttir aðstoðarleikskólastjóri og Helena Eydís Ingólfsdóttir sátu fundinn undir lið 2.
Katý Bjarnadóttir fulltrúi Tjörneshrepps sat fundinn undir liðum 1 og 2.

Fundi slitið - kl. 16:00.