Fara í efni

Fræðslusvið - Fjárhagsáætlun 2018

Málsnúmer 201710168

Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd - 19. fundur - 25.10.2017

Fræðslunefnd hefur til umfjöllunar vinnu við fjárhagsáætlun 2018.Skólastjórar og fræðslufulltrúi hafa lagt fram drög að fjárhagsáætlunum fyrir 2018 sem kynntar verða í byggðaráði í næstu viku. Fyrsta umræða sveitarstjórnar um fjárhagsáætlun fer fram á fundi hennar 31. október.
Ljóst má vera að fræðslusvið mun þurfa aukið fjármagn þar sem launahækkanir hafa verið umtalsverðar á milli ára. Eins eru samningar grunnskólakennara lausir nú í lok nóvember og því ekki fyrirséð hver áhrif nýrra samninga verða.

Fræðslunefnd - 20. fundur - 15.11.2017

Áframhaldandi umræða fræðslunefndar um fjárhagsáætlun fræðslusviðs 2018. Önnur umræða sveitarstjórnar um fjárhagsáætlun fer fram á fundi hennar 28. nóvember.
Fjárhagsáætlanir stjórnenda fræðslustofnanna Norðurþings gera ráð fyrir 72 milljónum umfram ramma byggðaráðs Norðurþings. Fræðslunefnd fer fram á eftirfarandi breytingar á fjárhagsáætlunum.

Borgarhólsskóli - Lækkun um 8.000.000
Grænuvellir - Lækkun um 5.000.000
Öxarfjarðarskóli - Lækkun um 1.800.000
Grunnskóli Raufarhafnar - Lækkun um 700.000
Tónlistarskóli Húsavíkur - Lækkun um 1.000.000
Skólaþjónusta Norðurþings - Lækkun um 3.500.000


Fræðslunefnd óskar því við byggðaráð að rammi fjárhagsáætlunar fræðslumála verði hækkaður um 52 milljónir.

Fræðslunefnd - 24. fundur - 11.04.2018

Fræðslunefnd hefur til umfjöllunar fjárhagsáætlun ársins 2018.
Lagt fram til kynningar.