Fara í efni

Fræðslunefnd

19. fundur 25. október 2017 kl. 13:00 - 15:30 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Olga Gísladóttir formaður
  • Stefán L Rögnvaldsson aðalmaður
  • Jón Höskuldsson Ritari
  • Berglind Jóna Þorláksdóttir aðalmaður
  • Þórhildur Sigurðardóttir varamaður
Fundargerð ritaði: Jón Höskuldsson Fræðslufulltrúi
Dagskrá
Málefni Grænuvalla voru á dagskrá kl. 13.

1.Ósk um að vista barn hluta úr viku á Grænuvöllum.

Málsnúmer 201710160Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd hefur til umfjöllunar erindi Berglindar Ólafsdóttur þar sem óskað er eftir að boðið sé upp á vistun hluta úr viku á leikskólanum Grænuvöllum.
Fræðslufulltrúa og leikskólastjóra er falið að kanna málið betur, kanna m.a. útfærslur og forsendur annarra sveitarfélaga fyrir slíkri vistun.
Afgreiðslu erindisins er frestað til næsta fundar.

2.Fræðslusvið - Fjárhagsáætlun 2018

Málsnúmer 201710168Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd hefur til umfjöllunar vinnu við fjárhagsáætlun 2018.Skólastjórar og fræðslufulltrúi hafa lagt fram drög að fjárhagsáætlunum fyrir 2018 sem kynntar verða í byggðaráði í næstu viku. Fyrsta umræða sveitarstjórnar um fjárhagsáætlun fer fram á fundi hennar 31. október.
Ljóst má vera að fræðslusvið mun þurfa aukið fjármagn þar sem launahækkanir hafa verið umtalsverðar á milli ára. Eins eru samningar grunnskólakennara lausir nú í lok nóvember og því ekki fyrirséð hver áhrif nýrra samninga verða.

3.Fræðslunefnd - Erindisbréf nefndar

Málsnúmer 201710123Vakta málsnúmer

Fræðslufulltrúi leggur fyrir fræðslunefnd drög að erindisbréfi fræðslunefndar til umfjöllunar.
Fræðslufulltrúi óskar eftir því að fulltrúar í fræðslunefnd skili athugasemdum sínum til hans fyrir næsta fund nefndarinnar þar sem erindisbréfið verður lagt fram til samþykktar.

4.Niðurstöður könnunar Velferðarvaktar á kostnaðarþáttöku grunnskólanema vegna skólagagna s.s. ritfanga og pappírs.

Málsnúmer 201709124Vakta málsnúmer

Lagðar eru fram til kynningar niðurstöður könnunar Velferðarvaktarinnar, um kostnaðarþátttöku grunnskólanema vegna skólagagna s.s. ritfanga og pappírs.
Í könnuninni koma fram upplýsingar um hvernig sveitarfélög halda á þessum málum.
Í henni kemur fram sú góða þróun að æ fleiri sveitarfélög hlífa barnafjölskyldum við kostnaðarþátttöku af þessu tagi.
Þar sem sveitarfélögin eru að vinna í fjárhagsáætlunum um þessar mundir vill Velferðarvaktin hvetja sveitarfélögin til að skoða niðurstöður könnunarinnar.
Velferðarvaktin hefur í hyggju að láta gera sambærilega könnun að ári.
Byggðaráð samþykkti á fundi sínum þann 10. ágúst sl. að námsgögn nemenda í grunnskólum Norðurþings yrðu gjaldfrjáls. Könnunin var gerð áður en sú ákvörðun var tekin en fræðslufulltrúi hefur komið því á framfæri við Velferðavaktina.

5.Framhaldsskólinn á Húsavík - Skólaakstur

Málsnúmer 201710114Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd hefur til umfjöllunar erindi Framhaldsskólans á Húsavík þar sem óskað er eftir því að sveitarfélagið annist skólaakstur nemenda úr sveitarfélaginu utan Húsavíkur.
Fræðslunefnd mun bjóða skólameistara til frekari umræðu um erindið á næsta fundi hennar í nóvember.

6.Ályktun um stöðu barna og bréf til fræðslunefndar

Málsnúmer 201710033Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd hefur til umfjöllunar ályktun Samráðsnefndar Félags stjórnenda leikskóla (FSL) um stöðu leikskólabarna frá fundi sínum dagana 28. - 29. september 2017. Hún er send á skólanefndir sveitarfélaga til umfjöllunar. FSL lýsir sig reiðubúið til viðræðna og til ráðgjafar til að bæta starfsaðstæður nemenda.
Leikskólastjóri Grænuvalla telur að vel sé búið að nemendum og starfsfólki þar. Rými sé gott og metnaður starfsmanna fyrir vellíðan nemenda mjög mikill. Gagnkvæmur skilningur sé hjá fræðsluyfirvöldum annars vegar og stjórnendum og starfsmönnum leikskólans hins vegar á starfssemi hans, ekki síst á faglegu starfi.

7.Borgarhólsskóli - Mötuneyti, gjaldskrá 2018.

Málsnúmer 201709045Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd tekur til umfjöllunar á ný gjaldskrá mötuneytis Borgarhólsskóla fyrir árið 2018 sem frestað var á síðasta fundi vegna endurskoðunar á rekstrarformi, hvort auka ætti framlag sveitarfélagsins til rekstursins.
Gjaldskrá mötuneytis Borgarhólsskóla verður óbreytt árið 2018.

8.Heimsókn fræðslunefndar í Tónlistarskóla Húsavíkur.

Málsnúmer 201709043Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd heimsækir Tónlistarskóla Húsavíkur og kynnir sér starfssemi hans.
Árni skólastjóri Tónlistarskólans kynnti starfssemi hans fyrir fræðslunefnd.

9.Tónlistarskóli Húsavíkur, gjaldskrá 2018.

Málsnúmer 201709044Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd hefur til umfjöllunar gjaldskrá Tónlistarskóla Húsavíkur fyrir árið 2018.
Lögð er fram gjaldskrá sem felur í sér 2,7% hækkun. Eftirfarandi gjaldskrá er samþykkt og vísað til staðfestingar sveitarstjórnar:
Gjaldskrá Tónlistarskóla Húsavíkur 2018

Einkatímar
Mínútur Vor 2018 Undirleikur
60 45.761 69.186
50 42.492 60.470
40 34.866 51.645
30 29.417 46.305
20 23.970 33.776
Með afslætti
60 34.320
50 31.869 Hljóðfæraleiga
40 26.149
30 22.063 6.319
20 17.978
tveir eða fleiri
60 27.239 Kór
50 24.514
40 21.791 12.529
30 19.612
20 16.344
með afslætti
60 20.429
50 18.386
40 16.344
30 14.709
20 12.257
21.árs og eldri
60 59.890
50 48.485
40 45.761
30 39.223
20 34.866
með afslætti
60 44.944
50 36.364
40 34.320
30 29.417
20 26.149
tveir eða fleiri
60 35.410
50 32.142
40 28.328
30 25.060
20 21.247
með afslætti
60 26.557
50 24.106
40 21.247
30 18.795
20 15.935

10.Tónlistarskóli Húsavíkur - Fjárhagsáætlun 2017

Málsnúmer 201607097Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd hefur til umfjöllunar stöðu fjárhagsáætlunar Tónlistarskóla Húsavíkur 2017.
Gera má ráð fyrir að Tónlistarskólinn fari um tvær milljónir fram úr áætlun vegna hækkunar launa umfram það sem áætlað var. Núverandi kjarasamningur tónlistarskólakennara var samþykktur eftir að fjárhagsáætlun Tónlistarskólans var samþykkt.

Heildarskipulag íþrótta-, æskulýðs- og menningarstarfa með börnum rætt. Árni tónlistarskólastjóri óskar eftir auknu samstarfi þeirra aðila sem að þessu starfi koma varðandi skipulagningu á þeim tíma þar sem starfið fer fram. Fræðslunefnd felur fræðslufulltrúa að óska eftir samstarfi við tómstunda- og æskulýðsfulltrúa um málið.
Sigríður Valdís Sæbjörnsdóttir leikskólastjóri á Grænuvöllum, Guðrún Eiríksdóttir fulltrúi starfsmanna og Guðrún Sigríður Geirsdóttir fulltrúi foreldra sátu fundinn undir liðum 1 og 6.
Stefán Leifur vék af fundi kl. 15. Fundi því frestað og var framhaldið miðvikudaginn 1. nóvember kl. 14.30 í Tónlistarskóla Húsavíkur þar sem liðir 8-10 voru afgreiddir.
Stefán Leifur sat fundinn undir liðum 1-7.
Þórhildur sat fundinn undir liðum 8-10.

Fundi slitið - kl. 15:30.