Fara í efni

Skipulagsstofnun óskar eftir umsögn um framleiðsluaukningu hjá N-Lax á Laxamýri.

Málsnúmer 201712107

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 24. fundur - 09.01.2018

Skipulagsstofnun óskar umsagnar Norðurþings vegna framleiðsluaukningar N-lax að Laxamýri úr 20 tonnum í 60 tonn. Meðfylgjandi umsagnarbeiðni er greinargerð rekstraraðila vegna fyrirhugaðrar framleiðsluaukningar. Vegna minnkandi umsvifa í ræktun laxaseiða hyggst rekstraraðili nýta núverandi mannvirki til aukningar á eldi bleikju og regnbogasilungs. Ekki er gert ráð fyrir að framleiðsluaukningin krefjist aukinnar vatnsnotkunar. Gerð er grein fyrir núverandi vatnsöflun. Aukin framleiðsla mun hafa í för með sér aukningu á lífrænum úrgangi. Gerð er grein fyrir hvernig ætlunin er að lágmarka þann lífræna úrgang sem fellur til Laxár. Sérstök grein er einnig gerð fyrir því hvernig komið verði í veg fyrir að eldisfiskur sleppi til Laxár.
Skipulags- og umhverfisnefnd Norðurþings telur greinargerð gera ágætlega skýra grein fyrir afleiðingum aukningar á framleiðslu og þeim mótvægisaðgerðum sem ætlað er að lágmarka hættu á slysaleppingum eldisfisks og lágmörkun lífrænnar mengunar til Laxár. Fram kemur að stöðin hefur þegar verið starfrækt í 46 ár og aldrei orðið þar meiriháttar slysaslepping. Gerð er grein fyrir vöktun mengunar í frárennslisvatni frá stöðinni.

Aðalskipulags Norðurþings 2010-2030 gerir ráð fyrir áframhaldandi fiskeldi á svæðinu og þar með tilheyrandi mannvirkjum. Ekki er í gildi deiliskipulag fyrir fiskeldið.

Skipulags- og umhverfisnefnd telur að í greinargerð sé nægileg grein gerð fyrir aukningu á framleiðslu í eldisstöðinni við Laxamýri, umhverfi hennar, mótvægisaðgerðum og vöktun. Nefndin telur ekki að aukning í framleiðslu stöðvarinnar skuli háð mati á umhverfisáhrifum að teknu tilliti til 2. viðauka laga nr. 106/2000.