Fara í efni

Framkvæmda- og þjónustufulltrúi óskar leyfis skipulags- og umhverfisnefndar varðandi uppsetningu vatnsrennibrautar við Sundlaug Húsavíkur.

Málsnúmer 201712119

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 24. fundur - 09.01.2018

Óskað er samþykkis skipulags- og umhverfisnefndar til að setja upp vatnsrennibraut við Sundlaug Húsavíkur. Nákvæm hönnun rennibrautarinnar liggur ekki fyrir en fyrir liggur áætlað umfang og tillaga að staðsetningu.
Skipulags- og umhverfisnefnd fer fram á að lögð verði fram skýrari mynd af fyrirhuguðu mannvirki og skipulags- og byggingarfulltrúa falið að grenndarkynna það. Nefndin telur hæfilegt að kynna fyrirhugaða framkvæmd nágrönnum að Höfðabrekku 2-10 og Laugarbrekku 1-9.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 26. fundur - 13.03.2018

Óskað er eftir leyfi til að setja upp nýja vatnsrennibraut á lóð sundlaugar Húsavíkur. Skipulags- og umhverfisnefnd fjallaði um erindið á fundi sínum 9. janúar og fól þá skipulags- og byggingarfulltrúa að grenndarkynna erindið. Grenndarkynningu er nú lokið og engar athugasemdir bárust.
Í ljósi þess að engar athugasemdir bárust við grenndarkynningu samþykkir skipulags- og umhverfisnefnd uppsetningu rennibrautarinnar til samræmis við fyrirliggjandi hönnunargögn. Nefndin leggur þó til að rennibrautinni verði snúið lítillega til að bæta útsýni að henni frá heitum pottum. Skipulags- og umhverfisnefnd heimilar skipulags- og byggingarfulltrúa að veita byggingarleyfi þegar fullnægjandi gögn hafa borist.