Fara í efni

Grunnskóli Raufarhafnar - Tilfærsla á starfsdegi

Málsnúmer 201801041

Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd - 22. fundur - 10.01.2018

Fræðslunefnd hefur til umfjöllunar ósk skólastjóra Grunnskóla Raufarhafnar um tilfærslu á starfsdegi.
Óskað er eftir því að færa til starfsdag sem áætlaður er 22. janúar til 29. janúar vegna utanlandsferðar elstu nemenda ásamt skólastjóra 12. - 19. janúar. Námsmat hefði átt að fara fram í vikunni 15. - 19. janúar og starfsdagur í kjölfar þess. Fresta verður námsmati vegna ferðarinnar og því óskað eftir tilfærslu á starfsdegi.
Fræðslunefnd samþykkir tilfærsluna.