Fara í efni

RX ehf. óskar eftir viðræðum um leigu á austur enda Vallholtsvegar 10.

Málsnúmer 201801067

Vakta málsnúmer

Framkvæmdanefnd - 25. fundur - 12.02.2018

Fyrir liggur erindi frá RX ehf þar sem óskað er eftir viðræðum um leigu hluta skemmunnar að Vallholtsvegi 10.
Skemman var auglýst til sölu fyrir nokkru síðan, en ekki hafa borist ásættanleg tilboð í eignina enn sem komið er.
Húsnæðið er í dag nýtt sem "köld" geymsla undir sand til hálkueyðingar og annað sem tilheyrir rekstri þjónustumiðstöðvar á Húsavík.
Fyrir framkvæmdanefnd liggur að taka afstöðu til erindis RX ehf og mögulegrar nýtingar á húsnæðinu.
Framkvæmdanefnd felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að hefja viðræður við RX ehf. um mögulega leigu á húsnæðinu.
Ekkert fjármagn er áætlað í endurbætur á húsinu og viðræður fara fram með þeim fyrirvara að það finnist lausn á þeirri starfsemi þjónustumiðstöðvar sem nú er í húsinu.