Fara í efni

Tjaldsvæðið á Húsavík - áhugi á rekstri

Málsnúmer 201801077

Vakta málsnúmer

Framkvæmdanefnd - 25. fundur - 12.02.2018

Fyrirspurn hefur borist frá áhugasömum aðila varðandi leigu á rekstri tjaldsvæðisins á Húsavík af sveitarfélaginu. Rekstrarafkoma síðasta árs var nokkuð góð og voru rekstrartekjur nýttar til þess að ráðast í endurbætur á aðstöðunni þar. Neðra tjaldsvæðinu var skipt upp í skipulagða "gistireiti" með jarðvegsskiptum aksturleiðum að þeim. Sá jarðvegur sem féll til við jarðvegsskiptin var nýttur til þess að stalla efra tjaldsvæðið og var það tyrft í kjölfarið. Allt rafmagn á svæðinu var endurnýjað ásamt tengistaurum, en það gerði rekstraröryggi á svæðinu mun betra.
Fyrirhugaðar eru áframhaldandi framkvæmdir á þessu ári, en þó ekki af sömu stærðargráðu og framkvæmdir síðasta árs.
Fyrir framkvæmdanefnd liggur að taka ákvörðun um hvort tjaldsvæðið verði rekið af sveitarfélaginu næsta sumar, eða hvort rekstur þess verði leigður út.
Framkvæmdasvið mun sjá um rekstur tjaldsvæðisins á Húsavík sumarið 2018.