Fara í efni

Samningar um samstarf sveitarfélaga

Málsnúmer 201801174

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 241. fundur - 02.02.2018

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið óskar eftir upplýsingum um alla samstarfssamninga sem sveitarfélagið á aðild að og sem starfað er eftir í dag, sem og afritum af umræddum samningum. Jafnframt er óskað eftir áliti sveitarstjórnar á því hvort endurskoða þurfi ákvæði sveitarstjórnarlaga um samstarf sveitarfélaga og þá að hvaða leyti. Óskað er eftir að upplýsingarnar berist eigi síðar en 1. mars.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að svara erindinu. Umræðu um álit sveitarstjórnar á endurskoðun sveitarstjórnarlaga vísað til sveitarstjórnar.

Byggðarráð Norðurþings - 244. fundur - 01.03.2018

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur óskað eftir upplýsingum um alla samstarfssamninga sem sveitarfélagið á aðild að og sem starfað er eftir í dag.
Sveitarstjóri fór yfir þá samninga sem Norðurþing á aðild að og starfað er eftir í dag sem sendir voru til ráðuneytisins.